„Ég er ekki stoltur af þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2024 08:00 Danijel Djuric mun taka út sína refsingu og ætlar sér að læra af málinu. vísir/arnar Danijel Djuric, leikmaður Víkings, segist hafa lært mikið af atviki sem átti sér stað eftir leik liðsins á Kópavogsvelli þann 30. maí. Hann var í kjölfarið dæmdur í tveggja leikja bann. Danijel var dæmdur í bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli eins og segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu-deildinni. „Þetta bann er mjög eðlilegt finnst mér. Ég sé eftir þessu og verð bara í skammarkróknum næstu tvo leiki,“ segir Danijel og heldur áfram. „Allt ferlið fyrir leikinn á Kópavogsvelli það einhvern veginn var búið að byggjast upp. Frá vítaspyrnudómnum upp á Skaga og allt í millitíðinni og síðan spring ég í Blikaleiknum.“ En er mikið verið að öskra á Danijel á leikjum í Bestu-deildinni? „Já, ekki spurning. Ég hef ekki kynnst öðru en að fá að heyra það.“ Umræddur vítaspyrnudómur á Akranesi vakti mikla athygli þegar Víkingar fengu dæmda vítaspyrnu eftir meint brot á Danijel innan vítateigs. Margir vildu meina að hann hefði fiskað vítið en hér að neðan má sjá atvikið. En finnst honum umræðan um sig vera ósanngjörn? „Alveg hundrað prósent. Ef við tökum atvikið upp á Skaga þá fer ég í viðtal eftir leikinn og það er fólk að rakka mig niður á sama tíma. Það var ný reynsla og ég fékk smá kökk í hálsinn. Síðan í Blikaleiknum spring ég bara. Ég veit ekki hvort þetta séu eðlileg viðbrögð hjá mér en ég er ungur og vitlaus og vissi ekki betur. Ég er ekki stoltur af þessu og biðst afsökunar á þessu.“ Rætt var við Danijel í Sportpakkanum í gærkvöldi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Danijel var dæmdur í bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli eins og segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu-deildinni. „Þetta bann er mjög eðlilegt finnst mér. Ég sé eftir þessu og verð bara í skammarkróknum næstu tvo leiki,“ segir Danijel og heldur áfram. „Allt ferlið fyrir leikinn á Kópavogsvelli það einhvern veginn var búið að byggjast upp. Frá vítaspyrnudómnum upp á Skaga og allt í millitíðinni og síðan spring ég í Blikaleiknum.“ En er mikið verið að öskra á Danijel á leikjum í Bestu-deildinni? „Já, ekki spurning. Ég hef ekki kynnst öðru en að fá að heyra það.“ Umræddur vítaspyrnudómur á Akranesi vakti mikla athygli þegar Víkingar fengu dæmda vítaspyrnu eftir meint brot á Danijel innan vítateigs. Margir vildu meina að hann hefði fiskað vítið en hér að neðan má sjá atvikið. En finnst honum umræðan um sig vera ósanngjörn? „Alveg hundrað prósent. Ef við tökum atvikið upp á Skaga þá fer ég í viðtal eftir leikinn og það er fólk að rakka mig niður á sama tíma. Það var ný reynsla og ég fékk smá kökk í hálsinn. Síðan í Blikaleiknum spring ég bara. Ég veit ekki hvort þetta séu eðlileg viðbrögð hjá mér en ég er ungur og vitlaus og vissi ekki betur. Ég er ekki stoltur af þessu og biðst afsökunar á þessu.“ Rætt var við Danijel í Sportpakkanum í gærkvöldi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira