Íhuga að virða tímamótadóm að vettugi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 10:17 Nokkrar konur úr hópnum sem stefndi svissneska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum og hafði sigur í vor. Vísir/EPA Neðri deild svissneska þingsins greiðir atkvæði um tillögu um að stjórnvöld hunsi tímamótadóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau yrðu að gera meira til þess að draga úr hnatttrænni hlýnun. Þingmenn saka dómstólinn um inngrip í innri málefni landsins. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að svissnesk stjórnvöld hefðu troðið á mannréttindum eldri kvenna með aðgerðarleysi í loftslagsmálum í apríl. Það var fyrsti dómur alþjóðadómstóls í máli sem tengdist loftslagsbreytingum af völdum manna. Efri deild svissneska þingsins samþykkti þingsályktun fyrr í þessum mánuði þar sem þingdeildin gagnrýndi dómstólinn og fullyrti að engin ástæða væri til að gera meira í loftslagsmálum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stærsti flokkur landsins, Svissneski lýðflokkurinn (SVP), segist ætla að styðja ályktunina sem liggur fyrir í neðri deildinni. Umhverfisráðherra landsins hefur einnig gert lítið úr þýðingu dómsins. Ekkert aðildarríki Evrópuráðsins hefur nokkru sinni hunsað dóm Mannréttindadómstólsins. Isabela Keuschnigg, fræðimaður við Hagfræðiskólann í London (LSE), segir að það setti slæmt fordæmi ef svissnesk yfirvöld leiddu dóminn hjá sér. Það græfi undan löglegu eftirliti með lýðræðislegum stjórnarháttum. „Ákveðin ríki munu reyna að vísa til tregðu Sviss og segja: „Ef Sviss fylgir ekki [dómi], af hverju ættum við að gera það,“ segir Helen Keller, svissneskur fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Sérfræðingar segja þó ekki óvanalegt að það taki ríki langan tíma að framfylgja dómum Mannréttindadómstólsins. Það taki að meðaltali sex ár. Það geti haft verulegar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir ríki að hunsa dóma. Í ítrustu tilfellum gæti þau átt yfir höfði sér að vera sparkað úr Evrópuráðinu. Sviss Mannréttindadómstóll Evrópu Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að svissnesk stjórnvöld hefðu troðið á mannréttindum eldri kvenna með aðgerðarleysi í loftslagsmálum í apríl. Það var fyrsti dómur alþjóðadómstóls í máli sem tengdist loftslagsbreytingum af völdum manna. Efri deild svissneska þingsins samþykkti þingsályktun fyrr í þessum mánuði þar sem þingdeildin gagnrýndi dómstólinn og fullyrti að engin ástæða væri til að gera meira í loftslagsmálum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stærsti flokkur landsins, Svissneski lýðflokkurinn (SVP), segist ætla að styðja ályktunina sem liggur fyrir í neðri deildinni. Umhverfisráðherra landsins hefur einnig gert lítið úr þýðingu dómsins. Ekkert aðildarríki Evrópuráðsins hefur nokkru sinni hunsað dóm Mannréttindadómstólsins. Isabela Keuschnigg, fræðimaður við Hagfræðiskólann í London (LSE), segir að það setti slæmt fordæmi ef svissnesk yfirvöld leiddu dóminn hjá sér. Það græfi undan löglegu eftirliti með lýðræðislegum stjórnarháttum. „Ákveðin ríki munu reyna að vísa til tregðu Sviss og segja: „Ef Sviss fylgir ekki [dómi], af hverju ættum við að gera það,“ segir Helen Keller, svissneskur fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Sérfræðingar segja þó ekki óvanalegt að það taki ríki langan tíma að framfylgja dómum Mannréttindadómstólsins. Það taki að meðaltali sex ár. Það geti haft verulegar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir ríki að hunsa dóma. Í ítrustu tilfellum gæti þau átt yfir höfði sér að vera sparkað úr Evrópuráðinu.
Sviss Mannréttindadómstóll Evrópu Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira