Tvö hundruð milljarða afsláttur VG Inga Lind Karlsdóttir skrifar 12. júní 2024 10:01 Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun