Fyrirsjáanleiki til framtíðar Guðrún Halla Finnsdóttir og Valur Ægisson skrifa 12. júní 2024 09:30 Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Valur Ægisson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun