„Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júní 2024 15:32 Henry Alexander skrifar nú tæpitungulaust um hvalveiðar. Hann sat í fagráði sem skilaði ráðherra áliti um veiðarnar á síðasta ári. vísir Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. Henry sat sjálfur í fagráði sem skilaði Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, áliti um veiðarnar. Svandís byggði ákvörðun sína um bann á álitinu, en þar kom fram að veiðar á hvalveiðum væru ekki réttlætanlegar með tilliti til laga um velferð dýra. Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að bannið hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Umboðsmaður gat ekki séð að hlutverk fagráðsins væri að gefa matvælaráðherra ráðgjöf um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Íslendingar telji sig þurfa að vita betur Í skoðanagrein Henrys sem hann skrifar í dag segir hann að ekki standi steinn yfir steini í ákvörðun núverandi matvælaráðherra í dag. „Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni,“ skrifar Henry. Hvalir séu ekki auðlind heldur villt spendýr. „Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt.“ Hann segir hvali ekki hafa neitt að gera með fæðuöryggi. Ekki þurfi að grisja stofninn og ekki geti flokkað hvali sem meindýr. Þá sé ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun þeirra. Þetta leiði til þess að veiðarnar séu ekki siðferðilega réttlætanlegar. „Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur,“ segir Henry í lok greinarinnar. Alltaf komist að sömu niðurstöðu Í samtali við Vísi segir Henry að umræðan hafi verið færð frá atriðum líkt dýravelferðarsjónarmiðum yfir í umræðu um ákvörðunarferli ráðherra. „Mér fannst einsýnt að það væri farið aftur í spurningu um hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Þetta snerist núna um nýtt leyfi, allt annað en var í fyrrasumar.“ Eftir að hvalveiðibanni var komið á sagði Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. að Henry væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa hans um veiðarnar. Þessu vísaði Henry á bug og sagði Kristján rökþrota. Henry segist ekki geta starfað á ný innan fagráðsins eftir þessar deilur þeirra tveggja. En þú hefur þá væntanlega alltaf verið andstæðingur hvalveiða? „Ja, ég hef alltaf komist að þeirri fræðilegu niðurstöðu að siðferðilega ganga veiðar á langreyðum ekki upp.“ En komst þú þá hlutlaus að borði í fagráðinu í fyrra? „Já, já. Það lá alveg fyrir, alveg eins og fólk sem veitir ráðgjöf um loftslagsmál hefur afstöðu til loftslagsmála,“ segir Henry. Misskilnings gæti um hvernig sérfræðingar skuli veita ráðgjöf. „Þess vegna taka sérfræðingar ekki ákvarðanir. Þess vegna er myndaður hópur af sérfræðingum sem hafa ólík sjónarmið. Þess vegna keypti Kristján Loftsson sér opnu í Morgunblaðinu í fyrra þar sem hann dró fram það sem ég hafði skrifað um hvalveiðar. Þar benti hann á að ég hefði talið að það væri tími til kominn til að skoða siðferðilega hlið veiðanna. Það var tilvitnunin sem hann tók og fannst svona hræðileg.“ Henry segir að eftir fyrrgreindar deilur sé útséð um aðkomu hans að fagráðinu. „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Henry sat sjálfur í fagráði sem skilaði Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, áliti um veiðarnar. Svandís byggði ákvörðun sína um bann á álitinu, en þar kom fram að veiðar á hvalveiðum væru ekki réttlætanlegar með tilliti til laga um velferð dýra. Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að bannið hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Umboðsmaður gat ekki séð að hlutverk fagráðsins væri að gefa matvælaráðherra ráðgjöf um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Íslendingar telji sig þurfa að vita betur Í skoðanagrein Henrys sem hann skrifar í dag segir hann að ekki standi steinn yfir steini í ákvörðun núverandi matvælaráðherra í dag. „Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni,“ skrifar Henry. Hvalir séu ekki auðlind heldur villt spendýr. „Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt.“ Hann segir hvali ekki hafa neitt að gera með fæðuöryggi. Ekki þurfi að grisja stofninn og ekki geti flokkað hvali sem meindýr. Þá sé ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun þeirra. Þetta leiði til þess að veiðarnar séu ekki siðferðilega réttlætanlegar. „Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur,“ segir Henry í lok greinarinnar. Alltaf komist að sömu niðurstöðu Í samtali við Vísi segir Henry að umræðan hafi verið færð frá atriðum líkt dýravelferðarsjónarmiðum yfir í umræðu um ákvörðunarferli ráðherra. „Mér fannst einsýnt að það væri farið aftur í spurningu um hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Þetta snerist núna um nýtt leyfi, allt annað en var í fyrrasumar.“ Eftir að hvalveiðibanni var komið á sagði Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. að Henry væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa hans um veiðarnar. Þessu vísaði Henry á bug og sagði Kristján rökþrota. Henry segist ekki geta starfað á ný innan fagráðsins eftir þessar deilur þeirra tveggja. En þú hefur þá væntanlega alltaf verið andstæðingur hvalveiða? „Ja, ég hef alltaf komist að þeirri fræðilegu niðurstöðu að siðferðilega ganga veiðar á langreyðum ekki upp.“ En komst þú þá hlutlaus að borði í fagráðinu í fyrra? „Já, já. Það lá alveg fyrir, alveg eins og fólk sem veitir ráðgjöf um loftslagsmál hefur afstöðu til loftslagsmála,“ segir Henry. Misskilnings gæti um hvernig sérfræðingar skuli veita ráðgjöf. „Þess vegna taka sérfræðingar ekki ákvarðanir. Þess vegna er myndaður hópur af sérfræðingum sem hafa ólík sjónarmið. Þess vegna keypti Kristján Loftsson sér opnu í Morgunblaðinu í fyrra þar sem hann dró fram það sem ég hafði skrifað um hvalveiðar. Þar benti hann á að ég hefði talið að það væri tími til kominn til að skoða siðferðilega hlið veiðanna. Það var tilvitnunin sem hann tók og fannst svona hræðileg.“ Henry segir að eftir fyrrgreindar deilur sé útséð um aðkomu hans að fagráðinu. „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira