Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júní 2024 10:41 Landris er hafið undir Svartsengi enn eina ferðina. Vísir/Rax Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Sjá meira
Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent