Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júní 2024 10:41 Landris er hafið undir Svartsengi enn eina ferðina. Vísir/Rax Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43