„Má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 08:00 Memphis hefur skorað 45 mörk fyrir hollenska landsliðið. EPA-EFE/PIETER STAM DE JONGE „Mér líður vel, þetta var góð frammistaða hjá okkur,“ sagði Memphis Depay, leikmaður Hollands, eftir 4-0 sigur á Íslandi á mánudagskvöld. Um var að ræða síðasta leik Hollands áður en liðið fer til Þýskalands þar sem Evrópumót karla í knattspyrnu hefst á föstudaginn kemur. Memphis, sem er nú án félags eftir að hafa spilað með Atlético Madríd á Spáni, ræddi við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Rotterdam. Klippa: Memphis eftir sigur á Íslandi „Við byrjuðum leikinn vel og höfðum fulla stjórn á honum svo maður er með góða tilfinningu að leik loknum,“ sagði hinn þrítugi Memphis um leikinn. Honum tókst að skila boltanum í netið en það mark var dæmt af þar sem samherji hans handlék knöttinn í aðdraganda marksins. „Við þekkjum Ísland, það er erfiður mótherji. Við undirbjuggum okkur mjög vel og ég tel að það hafi verið hugarfar okkar í leiknum. Ætluðum ekki að leyfa Íslandi að spila á okkar vallarhelming og ég tel okkur hafa gert það. Það hefur ekki alltaf gengið þar sem Ísland hefur unnið okkur. Við vissum að við gætum búist við miklu af þeim en við áttum sigurinn án efa skilið.“ „Það má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir. Holland er með góða leikmenn, erum með sterkt lið og ég held að það hafi verið of mikið fyrir Ísland í kvöld [í gær, mánudg].“ „Algjörlega. Alltaf gott [að vinna síðasta leikinn fyrir stórmót], héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Manni leið eins og þeir hefðu ef til vill getað skorað eitt mark en við jafnframt hefðum getað skorað fleiri. Við vorum mjög hættulegir svo þetta var mjög góður sigur,“ sagði Memphis að lokum. Viðtalið við Memphis má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Memphis, sem er nú án félags eftir að hafa spilað með Atlético Madríd á Spáni, ræddi við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Rotterdam. Klippa: Memphis eftir sigur á Íslandi „Við byrjuðum leikinn vel og höfðum fulla stjórn á honum svo maður er með góða tilfinningu að leik loknum,“ sagði hinn þrítugi Memphis um leikinn. Honum tókst að skila boltanum í netið en það mark var dæmt af þar sem samherji hans handlék knöttinn í aðdraganda marksins. „Við þekkjum Ísland, það er erfiður mótherji. Við undirbjuggum okkur mjög vel og ég tel að það hafi verið hugarfar okkar í leiknum. Ætluðum ekki að leyfa Íslandi að spila á okkar vallarhelming og ég tel okkur hafa gert það. Það hefur ekki alltaf gengið þar sem Ísland hefur unnið okkur. Við vissum að við gætum búist við miklu af þeim en við áttum sigurinn án efa skilið.“ „Það má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir. Holland er með góða leikmenn, erum með sterkt lið og ég held að það hafi verið of mikið fyrir Ísland í kvöld [í gær, mánudg].“ „Algjörlega. Alltaf gott [að vinna síðasta leikinn fyrir stórmót], héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Manni leið eins og þeir hefðu ef til vill getað skorað eitt mark en við jafnframt hefðum getað skorað fleiri. Við vorum mjög hættulegir svo þetta var mjög góður sigur,“ sagði Memphis að lokum. Viðtalið við Memphis má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira