Åge eftir tapið í Rotterdam: Höfðum ekki sama hraða og á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 21:06 Åge á hliðarlínunni í kvöld. Í bakgrunn má sjá Ronald Koeman, þjálfara Hollands, glotta við tönn. AP Photo/Patrick Post „Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira