Til skoðunar að færa Grindavíkurveg vestar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 10. júní 2024 21:45 Sigurþór Guðmundsson verkefnastjóri hjá Vegagerðinni segir menn ekki gefast upp þótt vegurinn fari aftur og aftur undir hraun. Vísir/Arnar Framkvæmdir við Grindavíkurveg hefjast væntanlega í vikunni en til skoðunar er að færa veginn vestar eftir að hraun rann yfir hann um helgina. Vegurinn fór um helgina undir hraun í þriðja sinn síðan eldvirknin hófst við Sundhnúk. Sigurþór Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir stórt svæði Grindavíkurvegs þegar hafa farið undir. Það er þó ekki einu vegurinn sem hraunið hefur runnið yfir því í gosinu sem nú er í gangi hefur hraun runnið yfir þrjá vegi sem liggja að Grindavík. Það er Nesveg, Norðurljósaveg og Grindavíkurveg. Hér má sjá nýjan eða gamlan veg út úr Grindavík til HafnaVísir/Arnar „Það töpuðust allir vegir má segja, nema Suðurstrandarvegur, og við vissum það svo sem að það var von á því. Varnargarðar eru að beina hrauni að vegunum og þeir eru í lengd þannig það er óhjákvæmilegt að það verði áföll í vegagerð á þessum stöðum.“ Vonast til að framkvæmdir við Grindavíkurveg geti hafist í þessari viku. Sigurþór segir að Vegagerðin reyni alla jafna að grípa fljótt inn í við að gera nýja vegi og það sé nú horft til þess að færa veginn vestar. „Við erum ekki endanlega búin að ákveða veglínu en við skoðum og að fljúga þetta og mæla og veljum líklega svo bara bestu línu sem hægt er að ná í gegnum þetta með sem minnstum tilkostnaði,“ segir Sigurþór. Við hönnunina verði horft til þess hvernig svæðið geti þróast í framtíðinni. Sigurþór segir frábæran hóp koma að framkvæmdum að svæðinu og mikill hugur sé enn í hópnum þó sömu vegirnir fari aftur og aftur undir hraun. „Við förum í það eins fljótt og hægt er og öruggt. Allavega í þessum atburði. En síðan er það bara þannig að við erum að kljást við náttúruna í þessu og þegar við töpum þá byrjum við aftur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnjúka er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuversins HS orku. Framkvæmdastjóri segir að búið sé að gera allt sem hægt er til að tryggja órofna starfsemi orkuverksins og að atburðir gærdagsins hafi ekki haft nein áhrif. 9. júní 2024 12:01 Hrauntungan mallar löturhægt áfram Virki í gígnum sem enn er er virkur í eldgosinu við Sundhnúksgíga er svipuð og undanfarna daga. Hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg í gærmorgun hreyfist löturhægt eins og er, en viðbragsaðilar eru viðbúnir því að annað áhlaup gæti hafist á ný. 9. júní 2024 07:44 Telur að lokast hafi fyrir gíginn að hluta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að lokast hafi tímabundið fyrir flæði úr sunnanverðum gígnum á Sundhnúksgígaröðinni í dag, með þeim afleiðingum að hraunrennsli breyttist. 8. júní 2024 20:18 Grindavíkurvegur undir hraun og alvarleg árás á forsætisráðherra Rennsli og hraði hraunsins úr eldgosinu í Sundhnúkagígum jókst verulega í morgun. Hraun er tekið að renna yfir Grindavíkurveg norðan varnargarðanna við Svartsengi. Þá var tekin ákvörðun um að opna ekki í Bláa lóninu og gestum hótelsins gert að yfirgefa svæðið. Við ræðum við jarðverkfræðing á vettvangi í Svartsengi sem lýsir því sem fyrir augu ber í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 8. júní 2024 11:56 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Sigurþór Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir stórt svæði Grindavíkurvegs þegar hafa farið undir. Það er þó ekki einu vegurinn sem hraunið hefur runnið yfir því í gosinu sem nú er í gangi hefur hraun runnið yfir þrjá vegi sem liggja að Grindavík. Það er Nesveg, Norðurljósaveg og Grindavíkurveg. Hér má sjá nýjan eða gamlan veg út úr Grindavík til HafnaVísir/Arnar „Það töpuðust allir vegir má segja, nema Suðurstrandarvegur, og við vissum það svo sem að það var von á því. Varnargarðar eru að beina hrauni að vegunum og þeir eru í lengd þannig það er óhjákvæmilegt að það verði áföll í vegagerð á þessum stöðum.“ Vonast til að framkvæmdir við Grindavíkurveg geti hafist í þessari viku. Sigurþór segir að Vegagerðin reyni alla jafna að grípa fljótt inn í við að gera nýja vegi og það sé nú horft til þess að færa veginn vestar. „Við erum ekki endanlega búin að ákveða veglínu en við skoðum og að fljúga þetta og mæla og veljum líklega svo bara bestu línu sem hægt er að ná í gegnum þetta með sem minnstum tilkostnaði,“ segir Sigurþór. Við hönnunina verði horft til þess hvernig svæðið geti þróast í framtíðinni. Sigurþór segir frábæran hóp koma að framkvæmdum að svæðinu og mikill hugur sé enn í hópnum þó sömu vegirnir fari aftur og aftur undir hraun. „Við förum í það eins fljótt og hægt er og öruggt. Allavega í þessum atburði. En síðan er það bara þannig að við erum að kljást við náttúruna í þessu og þegar við töpum þá byrjum við aftur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnjúka er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuversins HS orku. Framkvæmdastjóri segir að búið sé að gera allt sem hægt er til að tryggja órofna starfsemi orkuverksins og að atburðir gærdagsins hafi ekki haft nein áhrif. 9. júní 2024 12:01 Hrauntungan mallar löturhægt áfram Virki í gígnum sem enn er er virkur í eldgosinu við Sundhnúksgíga er svipuð og undanfarna daga. Hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg í gærmorgun hreyfist löturhægt eins og er, en viðbragsaðilar eru viðbúnir því að annað áhlaup gæti hafist á ný. 9. júní 2024 07:44 Telur að lokast hafi fyrir gíginn að hluta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að lokast hafi tímabundið fyrir flæði úr sunnanverðum gígnum á Sundhnúksgígaröðinni í dag, með þeim afleiðingum að hraunrennsli breyttist. 8. júní 2024 20:18 Grindavíkurvegur undir hraun og alvarleg árás á forsætisráðherra Rennsli og hraði hraunsins úr eldgosinu í Sundhnúkagígum jókst verulega í morgun. Hraun er tekið að renna yfir Grindavíkurveg norðan varnargarðanna við Svartsengi. Þá var tekin ákvörðun um að opna ekki í Bláa lóninu og gestum hótelsins gert að yfirgefa svæðið. Við ræðum við jarðverkfræðing á vettvangi í Svartsengi sem lýsir því sem fyrir augu ber í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 8. júní 2024 11:56 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnjúka er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuversins HS orku. Framkvæmdastjóri segir að búið sé að gera allt sem hægt er til að tryggja órofna starfsemi orkuverksins og að atburðir gærdagsins hafi ekki haft nein áhrif. 9. júní 2024 12:01
Hrauntungan mallar löturhægt áfram Virki í gígnum sem enn er er virkur í eldgosinu við Sundhnúksgíga er svipuð og undanfarna daga. Hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg í gærmorgun hreyfist löturhægt eins og er, en viðbragsaðilar eru viðbúnir því að annað áhlaup gæti hafist á ný. 9. júní 2024 07:44
Telur að lokast hafi fyrir gíginn að hluta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að lokast hafi tímabundið fyrir flæði úr sunnanverðum gígnum á Sundhnúksgígaröðinni í dag, með þeim afleiðingum að hraunrennsli breyttist. 8. júní 2024 20:18
Grindavíkurvegur undir hraun og alvarleg árás á forsætisráðherra Rennsli og hraði hraunsins úr eldgosinu í Sundhnúkagígum jókst verulega í morgun. Hraun er tekið að renna yfir Grindavíkurveg norðan varnargarðanna við Svartsengi. Þá var tekin ákvörðun um að opna ekki í Bláa lóninu og gestum hótelsins gert að yfirgefa svæðið. Við ræðum við jarðverkfræðing á vettvangi í Svartsengi sem lýsir því sem fyrir augu ber í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 8. júní 2024 11:56