Ekki lagaheimild fyrir einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 21:00 Frá kröfugöngu til stuðnings Palestínu, en mótmælendur hafa kallað eftir því að íslensk stjórnvöld beiti viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Vísir/Hjalti Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís. Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís.
Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira