Telur að lokast hafi fyrir gíginn að hluta Árni Sæberg skrifar 8. júní 2024 20:18 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að lokast hafi tímabundið fyrir flæði úr sunnanverðum gígnum á Sundhnúksgígaröðinni í dag, með þeim afleiðingum að hraunrennsli breyttist. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui sagði að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst væri að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. Hraun rann að og yfir Grindavíkurveg á ellefta tímanum í morgun. Þorvaldur Þorvaldsson segir að áhugaverð þróun hafi orðið í hraunflæðinu í dag á Facebooksíðunni Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá, Háskóli Íslands. Tæming polls geti ekki útskýrt breytinguna Hann segir að hrauntaumurinn, sem liggur norðan við Sýlingarfell, hafi tekið kipp og flætt hafi einu sinni enn yfir Grindavíkurveg norðan Svartsengis. Samtíma þessu hafi hraunpollurinn sem er efst í hraunánni, sem liggur í suður frá gígnum við Hagafjall tæmst. „En þessi tæming getur ekki verið orsökin fyrir aukningunni á hraunflæðinu norðan við Sýlingarfell! Einfaldlega vegna þess að pollurinn tæmdist til suðurs eftir hraunafarveginum sem liggur í þá áttina, en hraunafarvegurinn sem fæðir hrauntauminn norðan við Sýlingafell liggur til norðurs frá gígnum.“ Breyting á gígnum olli breytingu á hraunflæðinu Þannig sé líklegasta sviðsmyndin sú að það hafi lokast fyrir, að minnsta kosti tímabundið, flæði út úr gígnum að sunnaverðu og þess vegna hafi pollurinn tæmst. Á sama tíma hafi allt hraunrennslið beinst til norðurs út um farveginn sem þar liggur. „Sem sagt breytingin í hraunfæðinu orsakaðist af breytingum og aðlögun á aðstæðum í gígnum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 8. júní 2024 12:29 Land er hætt að síga í Svartsengi Aflögunarmælingar undanfarna daga sýna að landsig hafi stöðvast í Svartsengi og því líklegt að flæði kviku frá dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið sé nú sambærilegt því sem er á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni. 7. júní 2024 16:45 Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui sagði að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst væri að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. Hraun rann að og yfir Grindavíkurveg á ellefta tímanum í morgun. Þorvaldur Þorvaldsson segir að áhugaverð þróun hafi orðið í hraunflæðinu í dag á Facebooksíðunni Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá, Háskóli Íslands. Tæming polls geti ekki útskýrt breytinguna Hann segir að hrauntaumurinn, sem liggur norðan við Sýlingarfell, hafi tekið kipp og flætt hafi einu sinni enn yfir Grindavíkurveg norðan Svartsengis. Samtíma þessu hafi hraunpollurinn sem er efst í hraunánni, sem liggur í suður frá gígnum við Hagafjall tæmst. „En þessi tæming getur ekki verið orsökin fyrir aukningunni á hraunflæðinu norðan við Sýlingarfell! Einfaldlega vegna þess að pollurinn tæmdist til suðurs eftir hraunafarveginum sem liggur í þá áttina, en hraunafarvegurinn sem fæðir hrauntauminn norðan við Sýlingafell liggur til norðurs frá gígnum.“ Breyting á gígnum olli breytingu á hraunflæðinu Þannig sé líklegasta sviðsmyndin sú að það hafi lokast fyrir, að minnsta kosti tímabundið, flæði út úr gígnum að sunnaverðu og þess vegna hafi pollurinn tæmst. Á sama tíma hafi allt hraunrennslið beinst til norðurs út um farveginn sem þar liggur. „Sem sagt breytingin í hraunfæðinu orsakaðist af breytingum og aðlögun á aðstæðum í gígnum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 8. júní 2024 12:29 Land er hætt að síga í Svartsengi Aflögunarmælingar undanfarna daga sýna að landsig hafi stöðvast í Svartsengi og því líklegt að flæði kviku frá dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið sé nú sambærilegt því sem er á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni. 7. júní 2024 16:45 Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 8. júní 2024 12:29
Land er hætt að síga í Svartsengi Aflögunarmælingar undanfarna daga sýna að landsig hafi stöðvast í Svartsengi og því líklegt að flæði kviku frá dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið sé nú sambærilegt því sem er á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni. 7. júní 2024 16:45
Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16