Vinstri græn flýta landsfundi Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2024 16:43 Frá stjórnarfundi Vg. Þar hefur verið ákveðið að flýta landsfundi og halda hann 4. til 6. október. vísir/einar Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sent út bréf til félaga í Vg þar sem hann tilkynnir að búið sé að flýta landsfundi hreyfingarinnar. Hann segir Vg nú standa á tímamótum. „Hreyfingin okkar stendur á tímamótum. Sem kunnugt er lét fyrrum formaður okkar, Katrín Jakobsdóttir, af embætti fyrr á þessu ári eftir að hafa leitt VG í 11 ár og verið varaformaður í 10 ár þar á undan. Það eitt og sér markar þáttaskil í íslenskri stjórnmálasögu enda gegndi Katrín starfi forsætisráðherra síðustu tæp sjö ár,“ segir í upphafi bréf Guðmundar Inga. Þar er ekki orði aukið. Vinstri græn hafa mátt horfa á fallandi fylgi og mældist hreyfingin vel undir því að komast yfir þröskuldinn og ná manni yfir þing í síðustu Gallup-könnun, eða með 3,3 í fylgi. Guðmundur Ingi mælir með því að Vinstri grænir líti inn á við og hugi að endurnýjun. Hann vill skerpa málefnaáherslur. „Eitt aðalsmerki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er virkt lýðræði innan hreyfingarinnar og stofnana hennar. Það er mikilvægt að kjósa forystu nú þegar Katrín hefur sagt af sér embætti formanns og því hefur stjórn hreyfingarinnar ákveðið að flýta landsfundi og boða til landsfundar þann 4.-6. október nk.“ Þar verði mótuð ný stefna sem ætlað er að leiða Vinstri græn til framtíðar. „Vinstri græn skortir ekki baráttuþrek. Ég hlakka til að taka þátt í þessari vegferð með ykkur og hitta ykkur í starfi hreyfingarinnar á næstu vikum og mánuðum.“ Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. 6. júní 2024 10:14 VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
„Hreyfingin okkar stendur á tímamótum. Sem kunnugt er lét fyrrum formaður okkar, Katrín Jakobsdóttir, af embætti fyrr á þessu ári eftir að hafa leitt VG í 11 ár og verið varaformaður í 10 ár þar á undan. Það eitt og sér markar þáttaskil í íslenskri stjórnmálasögu enda gegndi Katrín starfi forsætisráðherra síðustu tæp sjö ár,“ segir í upphafi bréf Guðmundar Inga. Þar er ekki orði aukið. Vinstri græn hafa mátt horfa á fallandi fylgi og mældist hreyfingin vel undir því að komast yfir þröskuldinn og ná manni yfir þing í síðustu Gallup-könnun, eða með 3,3 í fylgi. Guðmundur Ingi mælir með því að Vinstri grænir líti inn á við og hugi að endurnýjun. Hann vill skerpa málefnaáherslur. „Eitt aðalsmerki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er virkt lýðræði innan hreyfingarinnar og stofnana hennar. Það er mikilvægt að kjósa forystu nú þegar Katrín hefur sagt af sér embætti formanns og því hefur stjórn hreyfingarinnar ákveðið að flýta landsfundi og boða til landsfundar þann 4.-6. október nk.“ Þar verði mótuð ný stefna sem ætlað er að leiða Vinstri græn til framtíðar. „Vinstri græn skortir ekki baráttuþrek. Ég hlakka til að taka þátt í þessari vegferð með ykkur og hitta ykkur í starfi hreyfingarinnar á næstu vikum og mánuðum.“
Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. 6. júní 2024 10:14 VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. 6. júní 2024 10:14
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13