Skuldar þrotabúi föður síns fleiri milljarða Árni Sæberg skrifar 7. júní 2024 15:40 Jón Hilmar er viðskiptamaður eins og faðir hans en hann er annar stofnenda nýsköpunarfyrirtæksins Noona. Vísir Jón Hilmar Karlsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm nú síðdegis. Þrotabúið hafði krafist þess að kaupum Jóns Hilmars á félaginu Toska ehf. af föður sínum árið 2014 yrði rift og honum gert að afsala þrotabúinu öllum hlutum í Toska. Til vara krafðist þrotabúið þess að Jón Hilmar greiddi því 2.652.753.000 krónur ef fallist yrði á riftun en framsali hlutanna yrði ekki komið við. Landsréttur mat það svo að Karl hefði verið ógjaldfær í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira þegar hann afsalaði Toska til sonar síns þann 29. apríl árið 2016 eða síðar en Jón Hilmar hafði byggt á því að afsalið hefði átt sér stað árið 2014. Þá taldi Landsréttur svo mikinn mun á virði félagsins og kaupverðinu að um gjöf til nákominna hafi verið að ræða. Því væri ráðstöfuninni rift og Jóni Hilmari gert að greiða þrotabúinu mismuninn, 2.652.753.000 krónur, með dráttarvöxtum. Þá var Jón Hilmar dæmdur til að greiða þrotabúinu fimm milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Áður hafði hann verið dæmdur til að greiða 21,3 milljónir króna í málskostnað í héraði. Þá er ótalinn hans eigin málskostnaður. Borgaði rúma milljón fyrir Lyf og heilsu og margt fleira Helsta eign Toska ehf. þegar Karl seldi syni sínum það var félagið Faxi, sem átti félagið Faxa, sem átti svo lyfjasmásölurisann Lyf og heilsu. Fyrir þennan pakka greiddi Jón Hilmar föður sínum 1,13 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ráðstöfun Karls á Toska hafi verið ólögmæt og rifti kaupunum. Aftur á móti var kröfu þrotabúsins um afhendingu félagsins vísað frá þar sem talið var að það hefði aukist í virði frá ráðstöfuninni. Því var Jón Hilmar dæmdur til þess að greiða þrotabúinu 465,6 milljónir króna, áætlað virði félagsins við ráðstöfunina, að frádregnu kaupverðinu, 1,13 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Hrunið Milestone-málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm nú síðdegis. Þrotabúið hafði krafist þess að kaupum Jóns Hilmars á félaginu Toska ehf. af föður sínum árið 2014 yrði rift og honum gert að afsala þrotabúinu öllum hlutum í Toska. Til vara krafðist þrotabúið þess að Jón Hilmar greiddi því 2.652.753.000 krónur ef fallist yrði á riftun en framsali hlutanna yrði ekki komið við. Landsréttur mat það svo að Karl hefði verið ógjaldfær í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira þegar hann afsalaði Toska til sonar síns þann 29. apríl árið 2016 eða síðar en Jón Hilmar hafði byggt á því að afsalið hefði átt sér stað árið 2014. Þá taldi Landsréttur svo mikinn mun á virði félagsins og kaupverðinu að um gjöf til nákominna hafi verið að ræða. Því væri ráðstöfuninni rift og Jóni Hilmari gert að greiða þrotabúinu mismuninn, 2.652.753.000 krónur, með dráttarvöxtum. Þá var Jón Hilmar dæmdur til að greiða þrotabúinu fimm milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Áður hafði hann verið dæmdur til að greiða 21,3 milljónir króna í málskostnað í héraði. Þá er ótalinn hans eigin málskostnaður. Borgaði rúma milljón fyrir Lyf og heilsu og margt fleira Helsta eign Toska ehf. þegar Karl seldi syni sínum það var félagið Faxi, sem átti félagið Faxa, sem átti svo lyfjasmásölurisann Lyf og heilsu. Fyrir þennan pakka greiddi Jón Hilmar föður sínum 1,13 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ráðstöfun Karls á Toska hafi verið ólögmæt og rifti kaupunum. Aftur á móti var kröfu þrotabúsins um afhendingu félagsins vísað frá þar sem talið var að það hefði aukist í virði frá ráðstöfuninni. Því var Jón Hilmar dæmdur til þess að greiða þrotabúinu 465,6 milljónir króna, áætlað virði félagsins við ráðstöfunina, að frádregnu kaupverðinu, 1,13 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hrunið Milestone-málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01
Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00
Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23