Augljóslega þurfi að aðstoða bændur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2024 12:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33