Óska eftir sameiningarviðræðum þrátt fyrir andstöðu meirihluta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2024 12:01 Meirihluti íbúa Ásahrepps lýsti sig mótfallinn sameiningu í skoðanakönnun sem lögð var fyrir þá samhliða forsetakjöri. Vísir/Magnús Hlynur Hreppsnefnd Ásahrepps ætlar að óska eftir viðræðum um sameiningu við tvö önnur sveitarfélög, þrátt fyrir að tillaga um slíkt hafi ekki hlotið brautargengi í skoðanakönnun íbúa. Sveitarstjórinn segir að íbúar muni fá lokaorðið um sameiningu. Samhliða forsetakosningum síðustu helgi var lögð skoðanakönnun fyrir íbúa Ásahrepps, þar sem spurt var hvort þeim hugnaðist að sameina sveitarfélagið við Rangárþing ytra eða eystra. Af 170 íbúum á kjörskrá tóku 120 þátt, en tæp 56 prósent íbúa sögðu nei, en 43 prósent já. Hreppsnefndin samþykkti engu að síður á fundi í gær að senda erindi til sveitarfélaganna með ósk um sameiningarviðræður. Sveitarstjóri Ásahrepps segir litið svo á að ekki sé um marktækan mun að ræða. „Nú er þá bara næst að kanna hvort hinar sveitarstjórnirnar séu tilbúnar til þess að fara í slíkar viðræður. Nú eiga þeir bara eftir að svara. Það er verið að opna þarna bókina og verið að spyrja, eru menn klárir í að taka þessa umræðu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi. Byggðasamlög þynni út lýðræðið Ef mögulegar viðræður skiluðu jákvæðri niðurstöðu um sameiningu yrði lokaorðið þó alltaf í höndum íbúa. „Samkvæmt lögum þá enda formlegar viðræður með því að íbúar allra sveitarfélaga sem taka þátt í þessum sameiningarviðræðum, það þarf að vera samþykkt í öllum sveitarfélögum.“ Valtýr er ráðinn sveitarstjóri og hefur ekki atkvæðisrétt í hreppsnefndinni. Hann segist sjálfur hlynntur stækkun sveitarfélaga þar sem það eigi við, og telur rekstur sveitarfélaga í byggðasamlögum í of miklum mæli ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið. „Það er allt öðruvísi heldur en ef rekstur þessara málaflokka heyrir bara beint undir sveitarstjórn, það er svolítið annar veruleiki. Það er svolítil útþynning á lýðræðinu að vera með stærstan hluta af sínum rekstri í byggðasamlögum.“ Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samhliða forsetakosningum síðustu helgi var lögð skoðanakönnun fyrir íbúa Ásahrepps, þar sem spurt var hvort þeim hugnaðist að sameina sveitarfélagið við Rangárþing ytra eða eystra. Af 170 íbúum á kjörskrá tóku 120 þátt, en tæp 56 prósent íbúa sögðu nei, en 43 prósent já. Hreppsnefndin samþykkti engu að síður á fundi í gær að senda erindi til sveitarfélaganna með ósk um sameiningarviðræður. Sveitarstjóri Ásahrepps segir litið svo á að ekki sé um marktækan mun að ræða. „Nú er þá bara næst að kanna hvort hinar sveitarstjórnirnar séu tilbúnar til þess að fara í slíkar viðræður. Nú eiga þeir bara eftir að svara. Það er verið að opna þarna bókina og verið að spyrja, eru menn klárir í að taka þessa umræðu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi. Byggðasamlög þynni út lýðræðið Ef mögulegar viðræður skiluðu jákvæðri niðurstöðu um sameiningu yrði lokaorðið þó alltaf í höndum íbúa. „Samkvæmt lögum þá enda formlegar viðræður með því að íbúar allra sveitarfélaga sem taka þátt í þessum sameiningarviðræðum, það þarf að vera samþykkt í öllum sveitarfélögum.“ Valtýr er ráðinn sveitarstjóri og hefur ekki atkvæðisrétt í hreppsnefndinni. Hann segist sjálfur hlynntur stækkun sveitarfélaga þar sem það eigi við, og telur rekstur sveitarfélaga í byggðasamlögum í of miklum mæli ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið. „Það er allt öðruvísi heldur en ef rekstur þessara málaflokka heyrir bara beint undir sveitarstjórn, það er svolítið annar veruleiki. Það er svolítil útþynning á lýðræðinu að vera með stærstan hluta af sínum rekstri í byggðasamlögum.“
Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira