Óska eftir sameiningarviðræðum þrátt fyrir andstöðu meirihluta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2024 12:01 Meirihluti íbúa Ásahrepps lýsti sig mótfallinn sameiningu í skoðanakönnun sem lögð var fyrir þá samhliða forsetakjöri. Vísir/Magnús Hlynur Hreppsnefnd Ásahrepps ætlar að óska eftir viðræðum um sameiningu við tvö önnur sveitarfélög, þrátt fyrir að tillaga um slíkt hafi ekki hlotið brautargengi í skoðanakönnun íbúa. Sveitarstjórinn segir að íbúar muni fá lokaorðið um sameiningu. Samhliða forsetakosningum síðustu helgi var lögð skoðanakönnun fyrir íbúa Ásahrepps, þar sem spurt var hvort þeim hugnaðist að sameina sveitarfélagið við Rangárþing ytra eða eystra. Af 170 íbúum á kjörskrá tóku 120 þátt, en tæp 56 prósent íbúa sögðu nei, en 43 prósent já. Hreppsnefndin samþykkti engu að síður á fundi í gær að senda erindi til sveitarfélaganna með ósk um sameiningarviðræður. Sveitarstjóri Ásahrepps segir litið svo á að ekki sé um marktækan mun að ræða. „Nú er þá bara næst að kanna hvort hinar sveitarstjórnirnar séu tilbúnar til þess að fara í slíkar viðræður. Nú eiga þeir bara eftir að svara. Það er verið að opna þarna bókina og verið að spyrja, eru menn klárir í að taka þessa umræðu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi. Byggðasamlög þynni út lýðræðið Ef mögulegar viðræður skiluðu jákvæðri niðurstöðu um sameiningu yrði lokaorðið þó alltaf í höndum íbúa. „Samkvæmt lögum þá enda formlegar viðræður með því að íbúar allra sveitarfélaga sem taka þátt í þessum sameiningarviðræðum, það þarf að vera samþykkt í öllum sveitarfélögum.“ Valtýr er ráðinn sveitarstjóri og hefur ekki atkvæðisrétt í hreppsnefndinni. Hann segist sjálfur hlynntur stækkun sveitarfélaga þar sem það eigi við, og telur rekstur sveitarfélaga í byggðasamlögum í of miklum mæli ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið. „Það er allt öðruvísi heldur en ef rekstur þessara málaflokka heyrir bara beint undir sveitarstjórn, það er svolítið annar veruleiki. Það er svolítil útþynning á lýðræðinu að vera með stærstan hluta af sínum rekstri í byggðasamlögum.“ Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Samhliða forsetakosningum síðustu helgi var lögð skoðanakönnun fyrir íbúa Ásahrepps, þar sem spurt var hvort þeim hugnaðist að sameina sveitarfélagið við Rangárþing ytra eða eystra. Af 170 íbúum á kjörskrá tóku 120 þátt, en tæp 56 prósent íbúa sögðu nei, en 43 prósent já. Hreppsnefndin samþykkti engu að síður á fundi í gær að senda erindi til sveitarfélaganna með ósk um sameiningarviðræður. Sveitarstjóri Ásahrepps segir litið svo á að ekki sé um marktækan mun að ræða. „Nú er þá bara næst að kanna hvort hinar sveitarstjórnirnar séu tilbúnar til þess að fara í slíkar viðræður. Nú eiga þeir bara eftir að svara. Það er verið að opna þarna bókina og verið að spyrja, eru menn klárir í að taka þessa umræðu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi. Byggðasamlög þynni út lýðræðið Ef mögulegar viðræður skiluðu jákvæðri niðurstöðu um sameiningu yrði lokaorðið þó alltaf í höndum íbúa. „Samkvæmt lögum þá enda formlegar viðræður með því að íbúar allra sveitarfélaga sem taka þátt í þessum sameiningarviðræðum, það þarf að vera samþykkt í öllum sveitarfélögum.“ Valtýr er ráðinn sveitarstjóri og hefur ekki atkvæðisrétt í hreppsnefndinni. Hann segist sjálfur hlynntur stækkun sveitarfélaga þar sem það eigi við, og telur rekstur sveitarfélaga í byggðasamlögum í of miklum mæli ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið. „Það er allt öðruvísi heldur en ef rekstur þessara málaflokka heyrir bara beint undir sveitarstjórn, það er svolítið annar veruleiki. Það er svolítil útþynning á lýðræðinu að vera með stærstan hluta af sínum rekstri í byggðasamlögum.“
Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira