Grasið vel sprottið og heyskapur hafinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2024 20:40 Sláttur á Þorvaldseyri í dag. Páll Ólafsson á traktornum. Einar Árnason Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag. Bændur á Þorvaldseyri segjast finna til með starfssystkinum sínum norðan heiða. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34
Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33
Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32