Borgin undirbýr sölu Perlunnar, rafstöðvar og bílastæða Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 18:04 Reykjavíkurborg keypti Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka Orkuveitu Reykjavíkur. Nú vill hún selja eignina. Vísir/Vilhelm Söluferli á Perlunni, rafstöðvarhúsi í Elliðaárdal og bílastæðum undir Hörpu var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Lágmarksverð fyrir Perluna verður þrír og hálfur milljarður króna en væntanlegur kaupandi þarf að opna dyr sínar fyrir grunnskólanemum. Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu. Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu.
Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira