Borgin undirbýr sölu Perlunnar, rafstöðvar og bílastæða Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 18:04 Reykjavíkurborg keypti Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka Orkuveitu Reykjavíkur. Nú vill hún selja eignina. Vísir/Vilhelm Söluferli á Perlunni, rafstöðvarhúsi í Elliðaárdal og bílastæðum undir Hörpu var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Lágmarksverð fyrir Perluna verður þrír og hálfur milljarður króna en væntanlegur kaupandi þarf að opna dyr sínar fyrir grunnskólanemum. Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu. Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu.
Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira