Hvað skiptir þig máli? Einföld leið til að bæta heilbrigðisþjónustu Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 6. júní 2024 11:30 Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun