Meirihlutinn í Suðurnesjabæ klofinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:37 Málið varðar gervigrasvöll og hvort hann eigi að vera hafður í Sandgerði eða Garði, tveimur helstu þéttbýliskjörnum bæjarfélagsins. Suðurnesjabær Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í kvöld. Varðaði málið aðallega staðsetningu gervigrasvallar sem bærinn hyggst reisa. Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er. Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er.
Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira