Meirihlutinn í Suðurnesjabæ klofinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:37 Málið varðar gervigrasvöll og hvort hann eigi að vera hafður í Sandgerði eða Garði, tveimur helstu þéttbýliskjörnum bæjarfélagsins. Suðurnesjabær Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í kvöld. Varðaði málið aðallega staðsetningu gervigrasvallar sem bærinn hyggst reisa. Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er. Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Fleiri fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, oddviti þar með talinn, hafi ekki greitt atkvæði með tillögu Framsóknarmanna og eins fulltrúa Sjálfstæðismanna á fundinum í kvöld. Seinna á sama fundi var þessum bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna skipt úr bæjarráði og oddvita Sjálfstæðisflokksins komið fyrir í hans stað. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lögðu Magnús S. Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Anton Kristinn Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði. Hins vegar hafði samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu lagt til að völlurinn yðri settur þar sem gamli malarvöllurinn er nú í Garði. Tillaga Framsóknar og Magnúsar var samþykkt með atkvæðum Framsóknar, Magnúsar sjálfs og Samfylkingarinnar. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni ásamt bæjarfulltrúum O-listans. Gervigrasvöllurinn verður þá settur, að öllu óbreyttu, á æfingasvæði knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði. Á fundinum stóð einnig til að gera breytingar á skipun fulltrúa í bæjarráði og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu á þá leið að Magnús færi úr bæjarráði og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, tæki sæti hans. Sú tillaga var samþykkt en fulltrúar Framsóknarflokksins og Magnús S. Magnússon greiddu atkvæði gegn henni og því var meirihlutinn einnig klofinn hvað þá atkvæðagreiðslu varðaði. Það er þó ekki búið að slíta meirihlutasamstarfi enn sem komið er.
Suðurnesjabær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Fleiri fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Sjá meira