Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 22:25 Sigmar vill að þingviljinn fái að ráða ef ríkisstjórninn nær ekki að komast að samkomulagi. Vísir/Arnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira