Hætta rannsókn banaslyssins í Óshlíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 18:35 Bíllinn valt niður hlíðina og lenti í fjöruborðinu Haukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á banaslysi í Óshlíð fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson er talinn hafa látist þegar leigubifreið sem hann var í hafnaði utan vegar á Óshlíðarvegi árið 1973. Málið var tekið upp að nýju í maí 2022, en rannsaka átti hvort að andlát hans hafi mögulega borið að með öðrum hætti. RÚV greindi frá því í dag að saksóknari hefði staðfest ákvörðun lögreglunnar. Kristinn Haukur var farþegi í leigubifreið á leið til Bolungavíkur frá dansleik í Hnífsdal, þegar bíllinn valt niður bratta grjótskriðu. Kristinn er talinn hafa kastast úr bílnum og hlotið bana af, en hann endaði í flæðarmálinu. Tveir aðrir voru í bifreiðinni, bílstjórinn og kona, sem bæði sluppu ómeidd. Í frétt dagblaðsins Vísis frá 26. september 1973 segir að ökumaður bílsins hafi verið leigubílstjóri sem hafi verið vanur að keyra Óshlíðina. Við skoðun á bílnum hafi komið í ljós að stýrið hefði farið úr sambandi en óljóst hafi verið hvort það hafi gerst fyrir slysið. Talið er að Kristinn hafi kastast úr bílnum í miðri veltuHaukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí 2022, þegar ábendingar bárust lögreglu um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Fjölskylda Kristinns hafði efasemdir um rannsókn málsins, en þeim þótti bíllinn of heillegur með tilliti til þess að hann hafi átt að hafa oltið um sjötíu metra niður grýtta hlíðina. Lögreglan á Vestfjörðum ákvað svo að hætta rannsókn málsins í október 2022, en niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Fjölskylda Kristins kærði svo niðurstöðu lögreglunnar um að hætta rannsókn til saksónara. Rannsókn engu breytt um fyrri niðurstöðu RÚV greindi svo frá því í dag að ríkissaksóknari hafi staðfest ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókn málsins. Í frétt þeirra segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að hin nýju gögn sem lögregla hafi verið beðin um að rannsaka og taka afstöðu til, hafi aðallega verið greinargerð frá bifvélavirkjameistara. Áður hafi legið fyrir greinargerð frá verkfræðingi. Verkfræðingurinn hafi svo farið yfir það hvort það sem fram kom í greinargerð bifvélavirkjameistarans hefði einhverju breytt um greinargerð sína. Niðurstaðan var sú að greinargerð bifvélavirkjameistarans breytti engu um fyrri niðurstöðu, og féllst ríkissaksóknari á það mat lögreglu. Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum. Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20 Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
RÚV greindi frá því í dag að saksóknari hefði staðfest ákvörðun lögreglunnar. Kristinn Haukur var farþegi í leigubifreið á leið til Bolungavíkur frá dansleik í Hnífsdal, þegar bíllinn valt niður bratta grjótskriðu. Kristinn er talinn hafa kastast úr bílnum og hlotið bana af, en hann endaði í flæðarmálinu. Tveir aðrir voru í bifreiðinni, bílstjórinn og kona, sem bæði sluppu ómeidd. Í frétt dagblaðsins Vísis frá 26. september 1973 segir að ökumaður bílsins hafi verið leigubílstjóri sem hafi verið vanur að keyra Óshlíðina. Við skoðun á bílnum hafi komið í ljós að stýrið hefði farið úr sambandi en óljóst hafi verið hvort það hafi gerst fyrir slysið. Talið er að Kristinn hafi kastast úr bílnum í miðri veltuHaukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí 2022, þegar ábendingar bárust lögreglu um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Fjölskylda Kristinns hafði efasemdir um rannsókn málsins, en þeim þótti bíllinn of heillegur með tilliti til þess að hann hafi átt að hafa oltið um sjötíu metra niður grýtta hlíðina. Lögreglan á Vestfjörðum ákvað svo að hætta rannsókn málsins í október 2022, en niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Fjölskylda Kristins kærði svo niðurstöðu lögreglunnar um að hætta rannsókn til saksónara. Rannsókn engu breytt um fyrri niðurstöðu RÚV greindi svo frá því í dag að ríkissaksóknari hafi staðfest ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókn málsins. Í frétt þeirra segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að hin nýju gögn sem lögregla hafi verið beðin um að rannsaka og taka afstöðu til, hafi aðallega verið greinargerð frá bifvélavirkjameistara. Áður hafi legið fyrir greinargerð frá verkfræðingi. Verkfræðingurinn hafi svo farið yfir það hvort það sem fram kom í greinargerð bifvélavirkjameistarans hefði einhverju breytt um greinargerð sína. Niðurstaðan var sú að greinargerð bifvélavirkjameistarans breytti engu um fyrri niðurstöðu, og féllst ríkissaksóknari á það mat lögreglu. Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum.
Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum.
Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20 Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45
Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20
Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent