Fjárhagslegt högg fyrir björgunarfélagið að missa flugeldasýninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 14:32 Vatnajökulsþjóðgarður hafnaði umsókn björgunarfélagsins um að halda árlegu flugeldasýninguna við Jökulsárlón. Björgunarfélag Hornafjarðar Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður ekki haldin í ár. Sýningin í fyrra var líklega sú síðasta sem haldin hefur verið við lónið. Um er að ræða fjárhagslegt högg fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar, sem séð hefur um sýninguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgunarfélagi Hornafjarðar, þar sem kemur fram að umsókn um leyfi til að halda flugeldasýningu á Jökulsárlóni í ágúst hafi verið hafnað. Flugeldasýning á Jökulsárlóni hófst í kring um aldamótin 2000 þegar staðarhaldari vildi gera vel við starfsfólk sitt í lok sumars. Fljótlega fór fjöldi fólks að sækja þessa sýningu og byrjaði aðkoma Björgunarfélagsins fljótlega í formi miðasölu og gæslu á svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Smám saman hafi Björgunarfélagið tekið við sýningunni alfarið en þó með dyggum stuðningi staðarhaldara. Nú hafi hún verið haldin sleitulaust í 22 ár ef frá er talið 1 ár í miðjum Covid-19 faraldri. „Þetta er ákveðið högg fyrir Björgunarfélagið fjárhagslega þar sem þetta er ein af okkar stóru fjáröflunum yfir árið og má búast við að við verðum af þó nokkrum tekjum á sama tíma og við stöndum í tveimur stórum og fjárfrekum verkefnum þar sem hver króna skiptir máli. Bygging nýs Björgunarsveitarhúss yfir starfsemi okkar og Slysavarnareildarinnar Framtíðarinnar og einnig kaup og breyting á nýrri bifreið sem mun sinna leitar og björgunarstörfum á starfsvæði okkar sem er að stóru leyti innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir í tilkynningunni. Björgunarsveitir Flugeldar Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgunarfélagi Hornafjarðar, þar sem kemur fram að umsókn um leyfi til að halda flugeldasýningu á Jökulsárlóni í ágúst hafi verið hafnað. Flugeldasýning á Jökulsárlóni hófst í kring um aldamótin 2000 þegar staðarhaldari vildi gera vel við starfsfólk sitt í lok sumars. Fljótlega fór fjöldi fólks að sækja þessa sýningu og byrjaði aðkoma Björgunarfélagsins fljótlega í formi miðasölu og gæslu á svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Smám saman hafi Björgunarfélagið tekið við sýningunni alfarið en þó með dyggum stuðningi staðarhaldara. Nú hafi hún verið haldin sleitulaust í 22 ár ef frá er talið 1 ár í miðjum Covid-19 faraldri. „Þetta er ákveðið högg fyrir Björgunarfélagið fjárhagslega þar sem þetta er ein af okkar stóru fjáröflunum yfir árið og má búast við að við verðum af þó nokkrum tekjum á sama tíma og við stöndum í tveimur stórum og fjárfrekum verkefnum þar sem hver króna skiptir máli. Bygging nýs Björgunarsveitarhúss yfir starfsemi okkar og Slysavarnareildarinnar Framtíðarinnar og einnig kaup og breyting á nýrri bifreið sem mun sinna leitar og björgunarstörfum á starfsvæði okkar sem er að stóru leyti innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir í tilkynningunni.
Björgunarsveitir Flugeldar Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Sjá meira