Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2024 20:01 KR er í 8. sæti Bestu deildar karla með 11 stig að loknum 9 leikjum. Vísir/Anton Brink „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. Besta sætið fór yfir fyrsta þriðjung Bestu deildar karla í fótbolta en þar var að nægu af taka. Farið var yfir liðin í stafrófsröð en hér að neðan verður fjallað um KR og það sem hefur verið boðið upp á til þessa í Vesturbænum. Henry Birgir Gunnarsson og Atli Viðar Björnsson voru með Ingva Þór í þættinum að þessu sinni. „Ég hef farið í mörg partí í gegnum árin, og Atli Viðar líka; Held hafi aldrei séð partí súrna jafn hratt og hjá KR.“ „Þeir byrja með látum, svo koma 1-2 töp og see you later. Það kom varla kjaftur á völlinn, spilamennskan verður liggur við verri með hverjum leiknum. Þessi gatasigtavörn sem þeir buðu upp á móti Valsmönnum, þetta er bara vont. Menn vilja ekki vera í þessu partí endilega og aumingja [þjálfarinn] Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör.“ KR hefur fengið á sig 19 mörk það sem af er sumri. Þar af fimm á móti Val í síðustu umferð og „þau hefðu svo sannarlega getið verið fleiri.“ „Það er ótrúleg staðreynd,“ sagði Henry Birgir þegar hann benti á að bæði Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen hefðu getað skorað þrennu í fyrri hálfleik í gær, þriðjudag. „Eigum við að segja að hann hafi verið í smá ævintýramennsku,“ sagði Ingvi Þór svo um Guy Smit, aðalmarkvörð KR-liðsins, en sá hefur átt vægast sagt erfitt uppdráttar í sumar. Í kjölfarið spurði Ingvi Þór hvaða félög KR ætti að miða sig við og hversu margir leikmenn liðsins kæmust í bestu lið Bestu deildarinnar. „Þeir eru mjög fáir, Aron Sigurðarson og Benóný Breki Andrésson. KR á að vera í því sama og FH, Stjarnan og ÍA, að stefna á 4. sætið. Þeir eru ekkert með verri mannskap en flest þessara liða sem eru að berjast við þá þar en það eru of margir hlutir sem eru ekki að tikka hjá KR,“ sagði Henry Birgir áður en Atli Viðar fékk orðið. „Ég er sammála þessu, mannskapslega séð vorum við að stilla þeim upp við hliðina á Stjörnunni og FH í sætum fjögur til sex. Fyrir lið eins og KR er einn sigur í síðustu sjö leikjum er alveg átakanlegt.“ „Heimavallarárangurinn og allt þetta, nenni ekki að þylja hann upp einu sinni enn. Þeir fóru í gegnum svipaða dýfu í fyrra, allt í skrúfunni en þá náði Rúnar [Kristinsson, fyrrverandi þjálfari liðsins] að stoppa í götin. Breytti um taktík og náði að snúa genginu örlítið við. Það er bara alls ekki bjart yfir Vesturbænum í augnablikinu.“ 🏟️Meistaravellir2019 eru Íslandsmeistarar KR besta lið landsins á heimavelli. 29 af 33 stigum. Taplausir. Síðan þá:📉51 leikur - 35.2% W hlutfall18 sigrar15 jafntefli18 töp+3 í markatölu8.6 sæti á heimavelli3.2 sæti á útivelli💭Er grasið vandamálið? Eða KR pressan? pic.twitter.com/Gp3XEQUlsi— Jói Ástvalds (@JoiPall) June 4, 2024 „Held og vona þeirra að vegna að þeir hafi lent á botninum í gærkvöldi (gegn Val), þetta var alveg átakanlegt,“ sagði Atli Viðar. „Þeir aðlaga sig aldrei, eru alltaf að spila á sama strenginn. Sáum í Valsleiknum að þrátt fyrir að boltanum væri ítrekað spilað á bak við vörn þeirra þá féll liðið ekkert aftar og það vantaði að bregðast við aðstæðum, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Ingvi Þór um leikstíl KR. „Atla og félögum hefur verið tíðrætt um það að hápressan og lætin í þeim í sumar hefur oftar en ekki verið fín. En þetta endist ekki neitt, þetta eru örstuttir kaflar þar sem þetta er til fyrirmyndar og svo fellur liðið algjörlega á rassgatið þess á milli,“ bætti Henry Birgir við áður en Atli Viðar fékk orðið að nýju. „Þeir hafa stundum verið slitnir og auðvelt fyrir lið að finna pláss ef þau komast í gegnum fyrstu pressuna þeirra. Maður fær á tilfinninguna að þessi pressa sé ekki alveg nægilega vel æfð, einhverjir séu að svindla og það séu ekki endilega allir að róa í sömu átt. Mér fannst átakanlegt í gær að það var ungur hægri bakvörður, Rúrik Gunnarsson, sem var í vandræðum, hvar eru reyndu leikmennirnir í liðinu þegar hann þarf hjálp?“ „Atli Sigurjónsson, reyndur leikmaður, er á hægri vængnum fyrir framan hann. Finnur Tómas Pálmason er við hliðina á honum í vörninni. Hann gerir ekkert til að aðstoða hann og á í raun nóg með sjálfan sig. Andinn í þessu liði, að hjálpa hvor öðrum og berjast fyrir merkið, málstaðinn og þjálfarann – ég er dálítið hugsi yfir því hvort allir séu að róa í sömu átt í Vesturbænum,“ sagði Atli Viðar. Að lokum spurði Ingvi Þór út í stöðu Ryder hjá KR. Atli Viðar sagði hana viðkvæma og Henry Birgir sagði að það þyrfti að fá á hreint hver staðan væri með Óskar Hrafn Þorvaldsson en hann var orðaður við KR áður en hann tók við norska liðinu Haugasund. Allt hér að ofan sem og umræðu um öll tólf lið Bestu deildar karla má heyra í spiilaranum ofar í fréttinni. Umræðan um KR byrjar eftir tæplega 39 mínútur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Besta sætið KR Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Besta sætið fór yfir fyrsta þriðjung Bestu deildar karla í fótbolta en þar var að nægu af taka. Farið var yfir liðin í stafrófsröð en hér að neðan verður fjallað um KR og það sem hefur verið boðið upp á til þessa í Vesturbænum. Henry Birgir Gunnarsson og Atli Viðar Björnsson voru með Ingva Þór í þættinum að þessu sinni. „Ég hef farið í mörg partí í gegnum árin, og Atli Viðar líka; Held hafi aldrei séð partí súrna jafn hratt og hjá KR.“ „Þeir byrja með látum, svo koma 1-2 töp og see you later. Það kom varla kjaftur á völlinn, spilamennskan verður liggur við verri með hverjum leiknum. Þessi gatasigtavörn sem þeir buðu upp á móti Valsmönnum, þetta er bara vont. Menn vilja ekki vera í þessu partí endilega og aumingja [þjálfarinn] Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör.“ KR hefur fengið á sig 19 mörk það sem af er sumri. Þar af fimm á móti Val í síðustu umferð og „þau hefðu svo sannarlega getið verið fleiri.“ „Það er ótrúleg staðreynd,“ sagði Henry Birgir þegar hann benti á að bæði Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen hefðu getað skorað þrennu í fyrri hálfleik í gær, þriðjudag. „Eigum við að segja að hann hafi verið í smá ævintýramennsku,“ sagði Ingvi Þór svo um Guy Smit, aðalmarkvörð KR-liðsins, en sá hefur átt vægast sagt erfitt uppdráttar í sumar. Í kjölfarið spurði Ingvi Þór hvaða félög KR ætti að miða sig við og hversu margir leikmenn liðsins kæmust í bestu lið Bestu deildarinnar. „Þeir eru mjög fáir, Aron Sigurðarson og Benóný Breki Andrésson. KR á að vera í því sama og FH, Stjarnan og ÍA, að stefna á 4. sætið. Þeir eru ekkert með verri mannskap en flest þessara liða sem eru að berjast við þá þar en það eru of margir hlutir sem eru ekki að tikka hjá KR,“ sagði Henry Birgir áður en Atli Viðar fékk orðið. „Ég er sammála þessu, mannskapslega séð vorum við að stilla þeim upp við hliðina á Stjörnunni og FH í sætum fjögur til sex. Fyrir lið eins og KR er einn sigur í síðustu sjö leikjum er alveg átakanlegt.“ „Heimavallarárangurinn og allt þetta, nenni ekki að þylja hann upp einu sinni enn. Þeir fóru í gegnum svipaða dýfu í fyrra, allt í skrúfunni en þá náði Rúnar [Kristinsson, fyrrverandi þjálfari liðsins] að stoppa í götin. Breytti um taktík og náði að snúa genginu örlítið við. Það er bara alls ekki bjart yfir Vesturbænum í augnablikinu.“ 🏟️Meistaravellir2019 eru Íslandsmeistarar KR besta lið landsins á heimavelli. 29 af 33 stigum. Taplausir. Síðan þá:📉51 leikur - 35.2% W hlutfall18 sigrar15 jafntefli18 töp+3 í markatölu8.6 sæti á heimavelli3.2 sæti á útivelli💭Er grasið vandamálið? Eða KR pressan? pic.twitter.com/Gp3XEQUlsi— Jói Ástvalds (@JoiPall) June 4, 2024 „Held og vona þeirra að vegna að þeir hafi lent á botninum í gærkvöldi (gegn Val), þetta var alveg átakanlegt,“ sagði Atli Viðar. „Þeir aðlaga sig aldrei, eru alltaf að spila á sama strenginn. Sáum í Valsleiknum að þrátt fyrir að boltanum væri ítrekað spilað á bak við vörn þeirra þá féll liðið ekkert aftar og það vantaði að bregðast við aðstæðum, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Ingvi Þór um leikstíl KR. „Atla og félögum hefur verið tíðrætt um það að hápressan og lætin í þeim í sumar hefur oftar en ekki verið fín. En þetta endist ekki neitt, þetta eru örstuttir kaflar þar sem þetta er til fyrirmyndar og svo fellur liðið algjörlega á rassgatið þess á milli,“ bætti Henry Birgir við áður en Atli Viðar fékk orðið að nýju. „Þeir hafa stundum verið slitnir og auðvelt fyrir lið að finna pláss ef þau komast í gegnum fyrstu pressuna þeirra. Maður fær á tilfinninguna að þessi pressa sé ekki alveg nægilega vel æfð, einhverjir séu að svindla og það séu ekki endilega allir að róa í sömu átt. Mér fannst átakanlegt í gær að það var ungur hægri bakvörður, Rúrik Gunnarsson, sem var í vandræðum, hvar eru reyndu leikmennirnir í liðinu þegar hann þarf hjálp?“ „Atli Sigurjónsson, reyndur leikmaður, er á hægri vængnum fyrir framan hann. Finnur Tómas Pálmason er við hliðina á honum í vörninni. Hann gerir ekkert til að aðstoða hann og á í raun nóg með sjálfan sig. Andinn í þessu liði, að hjálpa hvor öðrum og berjast fyrir merkið, málstaðinn og þjálfarann – ég er dálítið hugsi yfir því hvort allir séu að róa í sömu átt í Vesturbænum,“ sagði Atli Viðar. Að lokum spurði Ingvi Þór út í stöðu Ryder hjá KR. Atli Viðar sagði hana viðkvæma og Henry Birgir sagði að það þyrfti að fá á hreint hver staðan væri með Óskar Hrafn Þorvaldsson en hann var orðaður við KR áður en hann tók við norska liðinu Haugasund. Allt hér að ofan sem og umræðu um öll tólf lið Bestu deildar karla má heyra í spiilaranum ofar í fréttinni. Umræðan um KR byrjar eftir tæplega 39 mínútur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Besta sætið KR Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira