„Mér fannst skömmin vera svo mikil“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. júní 2024 21:01 Maður sem var vistaður 14 ára á Unglingaheimili ríkisins 1979 segist hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu forstöðumanns heimilisins. Hann lýsir ofbeldi, innilokunum og niðurlægingu á heimilinu. Vísir Maður sem var fjórtán ára vistaður á Unglingaheimili ríkisins 1979 segir að forstöðumaður heimilisins hafi beitt sig kynferðislegu ofbeldi í tvígang. Hann og aðrir segja að skelfilegt ofbeldi hafa átt sér stað af hálfu nokkurra starfsmanna meðan þeir dvöldu þar. Maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni vegna starfs síns var vistaður á Unglingaheimili ríkisins ásamt tvíburabróður í nokkra mánuði þegar þeir voru fjórtán ára. Hann tekur undir með því fólki sem hefur lýst skelfilegri vist þar í þáttunum Vistheimilin sem eru nú sýndir á Stöð 2. Forstöðumaðurinn brotið á honum heima hjá sér Maðurinn segist líka hafa lent í kynferðislegu ofbeldi af hálfu forstöðumanns heimilisins sem á þessum tíma var Kristján Sigurðsson sem gegndi þeirri stöðu frá 1972-1987. „Ég get tekið undir allt það sem hefur komið fram í þáttunum um Unglingaheimilið um skelfilega meðferð á ungmennum þar á sínum tíma. En svo eru ljótari hlutir sem ég varð fyrir og kannski ekki aðrir. Ég lenti í því að Kristján Sigurðsson forstöðumaður tók mig með sér heim til sín tvisvar sinnum, það er engin annar heima,“ segir hann. Þar leitaði hann á mig. Strauk mér um allan líkamann og brýndi svo fyrir mér að ég mætti ekki tala um þetta. Ef ég gerði það yrði mér refsað. Þetta gerist alla vega tvisvar sinnum meðan ég er á Unglingaheimilinu.“ Maðurinn sem hafði fyrir þennan tíma verið í Landakotsskóla sem barn og orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þar af hálfu séra Georgs og Margrétar Muller segist ekki hafa sagt neinum frá því sem gerðist. „Ég hafði lent í svona atvikum áður og þorði ekki að segja neitt,“ segir maðurinn sem treystir sér ekki til að fara nánar út í þau mál. „Ég talaði aldrei við neinn á Unglingaheimilinu um þetta, mér fannst skömmin vera svo mikil,“ segir hann. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Nánast eins og Nasistabúðir Hann segir að sumir starfsmenn hafi verði góðir við unglingana en nokkrir komið hræðilega fram. „Það voru einhverjir góðir starfsmenn þarna en dvölin litast af þeim sem komu illa fram. Í mínum huga voru þetta nánast eins og Nasistabúðir. Við fengum að vísu stundum að fara út en þurftum alltaf biðja um leyfi. Það var nánast daglegt brauð að ákveðnir starfsmenn gengu í skrokk á unglingunum. Þá voru slagsmál algeng meðal unglingsstrákanna. Við voru lokaðir inni á Níunni ef við gerðum eitthvað af okkur en líka stundum inn í herbergjunum okkar. Það var mikið um andlegt ofbeldi og níðst á minnimáttar þarna innandyra. Ef slíkir hlutir myndu gerast í dag þá væri þetta túlkað sem lögbrot og margir eða einhverjir einstaklingar yrðu örugglega ákærðir fyrir misnotkun á börnum. Ég myndi ekki vilja óska neinum að lenda á slíku heimili. Þetta var ekkert annað en barnafangelsi ,“ segir hann. Vissi ekki af sanngirnisbótunum Hann segist ekki hafa sótt um sanngirnisbætur vegna þessarar vistar á sínum tíma því hann hafi ekki vitað af þeim. En vistheimilisnefnd rannsakaði heimilið á sínum tíma og í framhaldinu var ákveðið að greiða fólki sem þar dvaldi slíkar bætur. Hann segist fyrst núna vera að opna á þessi sár. „Ég er að koma inn í þessi mál fyrst núna. Ég var búinn að grafa þetta djúpt niður og vildi helst af öllu gleyma þessu en það er ekki hægt. Ég vildi óska að Kristján væri á lífi svo hann gæti sjálfur svarað fyrir þessi brot,“ segir maðurinn að lokum. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni vegna starfs síns var vistaður á Unglingaheimili ríkisins ásamt tvíburabróður í nokkra mánuði þegar þeir voru fjórtán ára. Hann tekur undir með því fólki sem hefur lýst skelfilegri vist þar í þáttunum Vistheimilin sem eru nú sýndir á Stöð 2. Forstöðumaðurinn brotið á honum heima hjá sér Maðurinn segist líka hafa lent í kynferðislegu ofbeldi af hálfu forstöðumanns heimilisins sem á þessum tíma var Kristján Sigurðsson sem gegndi þeirri stöðu frá 1972-1987. „Ég get tekið undir allt það sem hefur komið fram í þáttunum um Unglingaheimilið um skelfilega meðferð á ungmennum þar á sínum tíma. En svo eru ljótari hlutir sem ég varð fyrir og kannski ekki aðrir. Ég lenti í því að Kristján Sigurðsson forstöðumaður tók mig með sér heim til sín tvisvar sinnum, það er engin annar heima,“ segir hann. Þar leitaði hann á mig. Strauk mér um allan líkamann og brýndi svo fyrir mér að ég mætti ekki tala um þetta. Ef ég gerði það yrði mér refsað. Þetta gerist alla vega tvisvar sinnum meðan ég er á Unglingaheimilinu.“ Maðurinn sem hafði fyrir þennan tíma verið í Landakotsskóla sem barn og orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þar af hálfu séra Georgs og Margrétar Muller segist ekki hafa sagt neinum frá því sem gerðist. „Ég hafði lent í svona atvikum áður og þorði ekki að segja neitt,“ segir maðurinn sem treystir sér ekki til að fara nánar út í þau mál. „Ég talaði aldrei við neinn á Unglingaheimilinu um þetta, mér fannst skömmin vera svo mikil,“ segir hann. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Nánast eins og Nasistabúðir Hann segir að sumir starfsmenn hafi verði góðir við unglingana en nokkrir komið hræðilega fram. „Það voru einhverjir góðir starfsmenn þarna en dvölin litast af þeim sem komu illa fram. Í mínum huga voru þetta nánast eins og Nasistabúðir. Við fengum að vísu stundum að fara út en þurftum alltaf biðja um leyfi. Það var nánast daglegt brauð að ákveðnir starfsmenn gengu í skrokk á unglingunum. Þá voru slagsmál algeng meðal unglingsstrákanna. Við voru lokaðir inni á Níunni ef við gerðum eitthvað af okkur en líka stundum inn í herbergjunum okkar. Það var mikið um andlegt ofbeldi og níðst á minnimáttar þarna innandyra. Ef slíkir hlutir myndu gerast í dag þá væri þetta túlkað sem lögbrot og margir eða einhverjir einstaklingar yrðu örugglega ákærðir fyrir misnotkun á börnum. Ég myndi ekki vilja óska neinum að lenda á slíku heimili. Þetta var ekkert annað en barnafangelsi ,“ segir hann. Vissi ekki af sanngirnisbótunum Hann segist ekki hafa sótt um sanngirnisbætur vegna þessarar vistar á sínum tíma því hann hafi ekki vitað af þeim. En vistheimilisnefnd rannsakaði heimilið á sínum tíma og í framhaldinu var ákveðið að greiða fólki sem þar dvaldi slíkar bætur. Hann segist fyrst núna vera að opna á þessi sár. „Ég er að koma inn í þessi mál fyrst núna. Ég var búinn að grafa þetta djúpt niður og vildi helst af öllu gleyma þessu en það er ekki hægt. Ég vildi óska að Kristján væri á lífi svo hann gæti sjálfur svarað fyrir þessi brot,“ segir maðurinn að lokum. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira