Ekkert svar..... Ingunn Ósk Sturludóttir skrifar 4. júní 2024 11:31 Ég stóð á sextugu þegar ég flutti suður haustið 2020 eftir 25 ára búsetu vestur á fjörðum og hef síðan þá svarað vel á annað hundrað atvinnuauglýsingum og sótt um. Ég held að ég hafi fengið í mesta lagi 10 svör kannski 11 og tvö viðtöl. Ég settist því niður fyrir nokkru og leit yfir starfsferil minn og hann sýnir að ekki hræðist ég vinnu því ferillinn sá er ansi fjölbreyttur. Níu ára gömul byrjaði ég að vinna, ekki af nauðsyn heldur áhuga! Starfsferillinn byrjaði eins og hjá mörgum á að bera út blöð. Ég var nú ekki svo heppin að komast að hjá Mogganum sem borinn var út í nær hvert hús þá, heldur bar ég út Tímann. Það voru ca 70 blöð en svæðið var allur Fossvogurinn að Ásgarði og Réttarholtsvegi meðtöldum. Þetta var heljarinnar göngutúr fyrir 9 ára stelpuskottu. Tíu ára fór ég síðan að passa börn á sumrin þar til ég gerðist bensínstelpa á BSR 12 ára gömul. Á unglings- og menntaskólaárunum vann ég við garðyrkjustörf hjá Brandi Gíslasyni garðyrkjumanni, útgáfu veðbókavottorða hjá Borgarfógeta, afgreiðslustörf hjá bókabúð Máls og menningar, lagerstörf og útkeyrslu hjá bókaútgáfunni Fjölva og í fiski svo eitthvað sé nefnt. Eftir stúdentspróf ók ég leigubíl um tima en fór síðan að vinna við almenn bankastörf hjá Sparisjóði Vélstjóra og varð fljótt gjaldkeri. Ég fór síðan í söngnám og meðfram því vann ég skrifstofustörf hjá Fjölva og Agli Guttormssyni hf. Ég daðraði einnig við þýðingar nokkurra bóka. Ég vann við skrifstofustörf, prófarkalestur og var aðstoðarsýningarstjóri hjá Íslensku Óperunni ásamt að syngja þar í kórnum auk þess að syngja við ýmsar kirkjulegar athafnir. Síðan ákvað ég að fara framhaldsnám erlendis en vann a sumrin hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Þegar heim var komið hóf ég söngkennslu og hélt tónleika hér og þar. Fljótlega eftir heimkomu kynntist ég eiginmanni mínum Birni Baldurssyni bónda í Vigur og flutti þangað í kjölfarið, gerðist bóndi þar með skepnur, æðarfugl og ferðamenn, bakaði á við stórt verksmiðjubakarí ásamt svilkonu minni ofan í þúsundir ferðamanna í tíu sumur en kenndi einnig söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma eignuðumst við börnin okkar tvö. Árið 2004 flutti fjölskyldan síðan á Ísafjörð og hélt ég áfram að kenna söng en varð síðan skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í 7 ár eða þar til ég flutti suður. Ég stjórnaði líka Sunnukórnum í 7 ár, hélt fjölda tónleika hér á landi og einnig erlendis, söng hlutverk í Messíasi og Mozart Requiem með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Hátíðarkórnum einnig Gloriu Poulanc með Sinfóníuhljómsveit Íslands, abbadísina i Söngvaseið og söng og söng við allskyns tilefni, og var fengin suður til að syngja H-moll messu Bach og Mozart Requiem og bara alls konar. Þá fór ég í 3ja ára viðbótarnám í Lichtenberger söngfræðum. Sumir gerðu nú grín að því, að það væri kannski ekki mjög arðbært nám, en allt nám er arðbært að mínu viti í hverju sem það kann að vera fólgið. Þegar suður var komið fór ég i alveg frábært nám hjá Endurmenntun HÍ í Sálgæslu. Það nám er verðmætt og ætti að gera mig fýsilegan kost í mörg störf. Ég fékk hlutastarf við söngkennslu hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og starfa þar enn mér til mikillar ánægju. Ég hef líka gripið í að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Tin can factory og Mími sem mér finnst gaman. Þess má kannski geta líka að ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) í kvartöld meðfram vinnu. Ég hef sinnt sérverkefnum tímabundið hjá FT en þeim lauk fyrir stuttu og stefndi þá í atvinnuleysi hjá starfsglöðu mér! Hvað gerir kona þá? Jú fer að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Þar hef ég unnið síðan 2.maí. Ég er í aðlögun. Þetta er krefjandi en afar gefandi starf, börn eru svo skemmtileg en Guð minn góður hvað þau geta líka tekið á. Við skulum sjá til hvernig konan aðlagast. Því miður ekki hægt að hrópa húrra yfir laununum jafn mikilvægt og þetta starf er. En ástæða þessa persónulega greinarkorns sem inniheldur kannski of ítarlega starfsferilskrá, er spurning sem brennur á mörgum atvinnuleitendum sem komnir eru yfir fimmtugt. Í mínu tilfelli er spurningin: Af hverju fær manneskja sem er komin yfir sextugt ekki starf já, eða allavega svei þér eftir vel á annað hundrað atvinnuumsóknir síðastliðin 4 ár? Manneskja sem vílar ekki fyrir sér að taka ýmislegt að sér. Manneskja með fulla starfsorku og sem finnst gaman að vinna? Þetta er mikið mein í okkar samfélagi. Mannauði bara skutlað á haugana og fólki með fulla starfsorku og vinnuvilja jafnvel neytt á hinn samfélagslega spena. Ég hefði kannski átt að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands, ég hefði þá allavega fengið svar 1. júní síðastliðinn. Höfundur er atvinnuleitandi með fjöldamörgu öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ég stóð á sextugu þegar ég flutti suður haustið 2020 eftir 25 ára búsetu vestur á fjörðum og hef síðan þá svarað vel á annað hundrað atvinnuauglýsingum og sótt um. Ég held að ég hafi fengið í mesta lagi 10 svör kannski 11 og tvö viðtöl. Ég settist því niður fyrir nokkru og leit yfir starfsferil minn og hann sýnir að ekki hræðist ég vinnu því ferillinn sá er ansi fjölbreyttur. Níu ára gömul byrjaði ég að vinna, ekki af nauðsyn heldur áhuga! Starfsferillinn byrjaði eins og hjá mörgum á að bera út blöð. Ég var nú ekki svo heppin að komast að hjá Mogganum sem borinn var út í nær hvert hús þá, heldur bar ég út Tímann. Það voru ca 70 blöð en svæðið var allur Fossvogurinn að Ásgarði og Réttarholtsvegi meðtöldum. Þetta var heljarinnar göngutúr fyrir 9 ára stelpuskottu. Tíu ára fór ég síðan að passa börn á sumrin þar til ég gerðist bensínstelpa á BSR 12 ára gömul. Á unglings- og menntaskólaárunum vann ég við garðyrkjustörf hjá Brandi Gíslasyni garðyrkjumanni, útgáfu veðbókavottorða hjá Borgarfógeta, afgreiðslustörf hjá bókabúð Máls og menningar, lagerstörf og útkeyrslu hjá bókaútgáfunni Fjölva og í fiski svo eitthvað sé nefnt. Eftir stúdentspróf ók ég leigubíl um tima en fór síðan að vinna við almenn bankastörf hjá Sparisjóði Vélstjóra og varð fljótt gjaldkeri. Ég fór síðan í söngnám og meðfram því vann ég skrifstofustörf hjá Fjölva og Agli Guttormssyni hf. Ég daðraði einnig við þýðingar nokkurra bóka. Ég vann við skrifstofustörf, prófarkalestur og var aðstoðarsýningarstjóri hjá Íslensku Óperunni ásamt að syngja þar í kórnum auk þess að syngja við ýmsar kirkjulegar athafnir. Síðan ákvað ég að fara framhaldsnám erlendis en vann a sumrin hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Þegar heim var komið hóf ég söngkennslu og hélt tónleika hér og þar. Fljótlega eftir heimkomu kynntist ég eiginmanni mínum Birni Baldurssyni bónda í Vigur og flutti þangað í kjölfarið, gerðist bóndi þar með skepnur, æðarfugl og ferðamenn, bakaði á við stórt verksmiðjubakarí ásamt svilkonu minni ofan í þúsundir ferðamanna í tíu sumur en kenndi einnig söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma eignuðumst við börnin okkar tvö. Árið 2004 flutti fjölskyldan síðan á Ísafjörð og hélt ég áfram að kenna söng en varð síðan skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í 7 ár eða þar til ég flutti suður. Ég stjórnaði líka Sunnukórnum í 7 ár, hélt fjölda tónleika hér á landi og einnig erlendis, söng hlutverk í Messíasi og Mozart Requiem með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Hátíðarkórnum einnig Gloriu Poulanc með Sinfóníuhljómsveit Íslands, abbadísina i Söngvaseið og söng og söng við allskyns tilefni, og var fengin suður til að syngja H-moll messu Bach og Mozart Requiem og bara alls konar. Þá fór ég í 3ja ára viðbótarnám í Lichtenberger söngfræðum. Sumir gerðu nú grín að því, að það væri kannski ekki mjög arðbært nám, en allt nám er arðbært að mínu viti í hverju sem það kann að vera fólgið. Þegar suður var komið fór ég i alveg frábært nám hjá Endurmenntun HÍ í Sálgæslu. Það nám er verðmætt og ætti að gera mig fýsilegan kost í mörg störf. Ég fékk hlutastarf við söngkennslu hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og starfa þar enn mér til mikillar ánægju. Ég hef líka gripið í að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Tin can factory og Mími sem mér finnst gaman. Þess má kannski geta líka að ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) í kvartöld meðfram vinnu. Ég hef sinnt sérverkefnum tímabundið hjá FT en þeim lauk fyrir stuttu og stefndi þá í atvinnuleysi hjá starfsglöðu mér! Hvað gerir kona þá? Jú fer að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Þar hef ég unnið síðan 2.maí. Ég er í aðlögun. Þetta er krefjandi en afar gefandi starf, börn eru svo skemmtileg en Guð minn góður hvað þau geta líka tekið á. Við skulum sjá til hvernig konan aðlagast. Því miður ekki hægt að hrópa húrra yfir laununum jafn mikilvægt og þetta starf er. En ástæða þessa persónulega greinarkorns sem inniheldur kannski of ítarlega starfsferilskrá, er spurning sem brennur á mörgum atvinnuleitendum sem komnir eru yfir fimmtugt. Í mínu tilfelli er spurningin: Af hverju fær manneskja sem er komin yfir sextugt ekki starf já, eða allavega svei þér eftir vel á annað hundrað atvinnuumsóknir síðastliðin 4 ár? Manneskja sem vílar ekki fyrir sér að taka ýmislegt að sér. Manneskja með fulla starfsorku og sem finnst gaman að vinna? Þetta er mikið mein í okkar samfélagi. Mannauði bara skutlað á haugana og fólki með fulla starfsorku og vinnuvilja jafnvel neytt á hinn samfélagslega spena. Ég hefði kannski átt að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands, ég hefði þá allavega fengið svar 1. júní síðastliðinn. Höfundur er atvinnuleitandi með fjöldamörgu öðru.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun