Stóru fjölmiðlarnir töpuðu kosningunum Sverrir Björnsson skrifar 4. júní 2024 10:31 Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Það voru heldur ekki ný tíðindi að valdið í landinu „þeir sem eiga og ráða“ hægriöflin og viðskiptalífið fylki sér að baki frambjóðanda sem nær ekki kjöri. Það hefur undantekningalaust verið niðurstaðan í forsetakosningum á Íslandi. Það verður því líklega langt þangað til einhver forsetaframbjóðandi biður sjálfstæðismanninn og samherjann Kristján Þór Júlíusson aftur að grilla fyrir sig pulsur. Fullur sómi Í sjálfu sér geta frambjóðendur ekki tapað í forsetakosningum. Þó aðeins einn þeirra nái kjöri hafa allir sem gefa kost á sér fullan sóma af því að bjóða þjóðinni að velja sig og þeir vaxa í áliti ef þeir standa sig vel. Allir eiga þeir eiga heiður skilið fyrir að bjóða sig fram og eiga rétt að fá hlutlausa umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Grímulaus hlutdrægni Það sem kom mest á óvart í kosningabaráttunni var að stóru fjölmiðlarnir, RÚV, STÖÐ 2 / VÍSIR og MORGUNBLAÐIÐ / MBL fylktu sér grímulaust að baki einum frambjóðanda. Voru hlutdrægir í stað þess að vera hlutlausir eins og þeir gefa sig út fyrir að vera. Alvarlegast er auðvitað að ríkisfjölmiðill leyfi sér það. Þó stóru fjölmiðlarnir lýstu ekki yfir stuðningi við eitt framboð eins og breska pressan gerir var morgunljóst að þeir drógu taum Katrínar Jakobsdóttur. Dæmin eru mýmörg en augljósustu dæmin um þetta var dónaleg framkoma Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við aðal keppinaut Katrínar á þeim tíma, Höllu Hrund í viðtalsþætti á RÚV og þegar Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 og Vísi klippti lofgjörð um Katrínu inn í miðjan umræðuþátt með frambjóðendum. Jón Gnarr benti á það á staðnum að þetta væri alls ekki eðlilegt. Stjórn umræðuþátta og val á viðmælendum er líka áhrifamikið tæki til að leiða umræðuna í „rétta“ átt og var notað. Verður rannsókn? Ég er bara leikmaður án menntunar í Kremlarlógíu en það er verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmála- og félagsfræðinga að stúdera framgöngu stóru fjölmiðlanna t.d. myndbirtingar og val á fyrirsögnum í kosningabaráttunni. Rannsóknir sýna að langflestir sjá mynd og fyrirsögn en fáir lesa fréttir og greiningar alveg til enda. Taktískt val á hvað er í fréttum, staðsetning þeirra í fjölmiðlinum og stærð frétta ásamt vali á mynd og fyrirsögn hefur lengi verið beitt til að upphefja eða fela sannleikann. Þetta var sérstaklega áberandi á tímum gömlu flokksmiðlanna en er greinilega enn þá í gangi í dag. Val á hvað telst frétt og ekki frétt er aðal stjórntækið í fjölmiðlum og var athyglisvert að í tvígang í baráttunni taldi RÚV það ekki eiga heima í aðalfréttatíma sjónvarps að könnun Prósents sýndi að frambjóðendur hefðu tekið fram úr Katrínu. Flestum öðrum fannst þetta stórfrétt. Furðulegar framsetningar Framsetning mynda og fyrirsagna var oft áberandi hlutdræg. Lengi vel þegar frambjóðandi fjölmiðlanna var undir í skoðanakönnunum var uppslátturinn að munurinn væri innan skekkjumarka en sú nálgun nánast hvarf um leið og óska forseti fjölmiðlanna var í forystu. Hlutdrægnin var augljós, til dæmis birti Hallgrímur Helgason snemma í kosningabaráttunni safn neikvæðra fyrirsagna af MBL um Höllu Hrund sem var á þeim tíma skæðasti keppinautur Katrínar. Tvö minnisstæð dæmi eru þegar Halla Tómasdóttir tekur risastökk (um 7%) í skoðanakönnun rétt fyrir kosningar er það ekki fyrirsögn hjá neinum fjölmiðli en þegar Katrín tók litla forystu rétt fyrir kosningar var það að forsíðufrétt í heimstyrjalda leturstærð framan á Morgunblaðinu. Skipt um hest Það var athyglisvert að sjá Morgunblaðið skipta um hest tveim dögum fyrir kosningar. Þá fóru að birta glansmyndir og jákvæðar fréttir af Höllu Tómasdóttur en myndirnar af Katrínu urðu lélegri en áður var. Höfðu skammir Jóns Steinars Gunnlaugssonar haft áhrif eða var bara verið að veðja á vinningshestinn? Sannaðist þá enn og aftur að þú veist ekki hverjir eru vinir þínir fyrr en á móti blæs. Ábyrgð? Hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni er verðugt rannsóknarefni og fjölmiðlar eiga að taka þetta til umræðu. Það væri t.d. fróðlegt að sjá í Silfrinu viðtal við sjá útvarps -og fréttastjóra RÚV um framgöngu stofnunarinnar. Svo ætti kannski einhver taka ábyrgð? Nei alveg rétt, það gerist ekki á Íslandi. „Bunch of money.“ Auglýsingamagnið var mikið og það verður fróðlegt að sjá þegar fjölmiðlar taka saman auglýsingakostnað framboðanna (ef þeir vilja þá gera það) en mér virtist framboð fyrrum forsætisráðherra verja langmestu fé í auglýsingar en sorrý, þjóðin verður ekki keypt, hún kýs með hjartanu. Margir liggja í valnum Já eins og fyrr sagði voru það ekki bara fjölmiðlarnir sem töpuðu kosningabaráttunni, stjórnmála-, fjármála-, menningarelíturnar biðu ósigur og rannsóknarfyrirtækin fengu skell. (Átta daga gamlar upplýsingar inn í könnun sem er birt rétt fyrir kosningar!? ) Sterk vísbending um úrslitin Úrslit kosninganna hefðu ekki átt að koma á óvart þegar litið er til könnun Maskínu á trausti sem birtist á MBL fjórum dögum fyrir kosningar. Þar kom fram að Halla Tómasdóttir var treyst sem forseta af 68% þjóðarinnar en aðeins 14% vantreystu henni. 46% treystu Katrínu Jakobsdóttur en heil 43% vantreystu henni til að gegna embættinu. Það eru góðar fréttir að við kusum forseta sem þjóðin getur sameinast um. Litið fram hjá því augljósa Ég sá aldrei í fjölmiðlum reynt að greina meginstrauminn í könnunum með þeirri alþekktu og vísindalegu aðferð að draga meðaltals strik í gegnum allar mælingarnar. Þegar þær línur eru dregnar sést skýr mynd. Allir efstu frambjóðendurnir dala eftir að þeir koma fram nema Halla Tómasdóttir sem er með meðal línu sem liggur bratt upp á við. Sannarlega góð vísbending úrslitin sem fjölmiðlar slepptu að sýna okkur. Viljandi? Laskað traust Valdi fylgir ábyrgð og stórir fjölmiðlar hafa mikið vald. Þeir brugðust almenningi í forsetakosningunum, voru hlutdrægir og sitja eftir með laskað traust. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Það voru heldur ekki ný tíðindi að valdið í landinu „þeir sem eiga og ráða“ hægriöflin og viðskiptalífið fylki sér að baki frambjóðanda sem nær ekki kjöri. Það hefur undantekningalaust verið niðurstaðan í forsetakosningum á Íslandi. Það verður því líklega langt þangað til einhver forsetaframbjóðandi biður sjálfstæðismanninn og samherjann Kristján Þór Júlíusson aftur að grilla fyrir sig pulsur. Fullur sómi Í sjálfu sér geta frambjóðendur ekki tapað í forsetakosningum. Þó aðeins einn þeirra nái kjöri hafa allir sem gefa kost á sér fullan sóma af því að bjóða þjóðinni að velja sig og þeir vaxa í áliti ef þeir standa sig vel. Allir eiga þeir eiga heiður skilið fyrir að bjóða sig fram og eiga rétt að fá hlutlausa umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Grímulaus hlutdrægni Það sem kom mest á óvart í kosningabaráttunni var að stóru fjölmiðlarnir, RÚV, STÖÐ 2 / VÍSIR og MORGUNBLAÐIÐ / MBL fylktu sér grímulaust að baki einum frambjóðanda. Voru hlutdrægir í stað þess að vera hlutlausir eins og þeir gefa sig út fyrir að vera. Alvarlegast er auðvitað að ríkisfjölmiðill leyfi sér það. Þó stóru fjölmiðlarnir lýstu ekki yfir stuðningi við eitt framboð eins og breska pressan gerir var morgunljóst að þeir drógu taum Katrínar Jakobsdóttur. Dæmin eru mýmörg en augljósustu dæmin um þetta var dónaleg framkoma Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við aðal keppinaut Katrínar á þeim tíma, Höllu Hrund í viðtalsþætti á RÚV og þegar Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 og Vísi klippti lofgjörð um Katrínu inn í miðjan umræðuþátt með frambjóðendum. Jón Gnarr benti á það á staðnum að þetta væri alls ekki eðlilegt. Stjórn umræðuþátta og val á viðmælendum er líka áhrifamikið tæki til að leiða umræðuna í „rétta“ átt og var notað. Verður rannsókn? Ég er bara leikmaður án menntunar í Kremlarlógíu en það er verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmála- og félagsfræðinga að stúdera framgöngu stóru fjölmiðlanna t.d. myndbirtingar og val á fyrirsögnum í kosningabaráttunni. Rannsóknir sýna að langflestir sjá mynd og fyrirsögn en fáir lesa fréttir og greiningar alveg til enda. Taktískt val á hvað er í fréttum, staðsetning þeirra í fjölmiðlinum og stærð frétta ásamt vali á mynd og fyrirsögn hefur lengi verið beitt til að upphefja eða fela sannleikann. Þetta var sérstaklega áberandi á tímum gömlu flokksmiðlanna en er greinilega enn þá í gangi í dag. Val á hvað telst frétt og ekki frétt er aðal stjórntækið í fjölmiðlum og var athyglisvert að í tvígang í baráttunni taldi RÚV það ekki eiga heima í aðalfréttatíma sjónvarps að könnun Prósents sýndi að frambjóðendur hefðu tekið fram úr Katrínu. Flestum öðrum fannst þetta stórfrétt. Furðulegar framsetningar Framsetning mynda og fyrirsagna var oft áberandi hlutdræg. Lengi vel þegar frambjóðandi fjölmiðlanna var undir í skoðanakönnunum var uppslátturinn að munurinn væri innan skekkjumarka en sú nálgun nánast hvarf um leið og óska forseti fjölmiðlanna var í forystu. Hlutdrægnin var augljós, til dæmis birti Hallgrímur Helgason snemma í kosningabaráttunni safn neikvæðra fyrirsagna af MBL um Höllu Hrund sem var á þeim tíma skæðasti keppinautur Katrínar. Tvö minnisstæð dæmi eru þegar Halla Tómasdóttir tekur risastökk (um 7%) í skoðanakönnun rétt fyrir kosningar er það ekki fyrirsögn hjá neinum fjölmiðli en þegar Katrín tók litla forystu rétt fyrir kosningar var það að forsíðufrétt í heimstyrjalda leturstærð framan á Morgunblaðinu. Skipt um hest Það var athyglisvert að sjá Morgunblaðið skipta um hest tveim dögum fyrir kosningar. Þá fóru að birta glansmyndir og jákvæðar fréttir af Höllu Tómasdóttur en myndirnar af Katrínu urðu lélegri en áður var. Höfðu skammir Jóns Steinars Gunnlaugssonar haft áhrif eða var bara verið að veðja á vinningshestinn? Sannaðist þá enn og aftur að þú veist ekki hverjir eru vinir þínir fyrr en á móti blæs. Ábyrgð? Hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni er verðugt rannsóknarefni og fjölmiðlar eiga að taka þetta til umræðu. Það væri t.d. fróðlegt að sjá í Silfrinu viðtal við sjá útvarps -og fréttastjóra RÚV um framgöngu stofnunarinnar. Svo ætti kannski einhver taka ábyrgð? Nei alveg rétt, það gerist ekki á Íslandi. „Bunch of money.“ Auglýsingamagnið var mikið og það verður fróðlegt að sjá þegar fjölmiðlar taka saman auglýsingakostnað framboðanna (ef þeir vilja þá gera það) en mér virtist framboð fyrrum forsætisráðherra verja langmestu fé í auglýsingar en sorrý, þjóðin verður ekki keypt, hún kýs með hjartanu. Margir liggja í valnum Já eins og fyrr sagði voru það ekki bara fjölmiðlarnir sem töpuðu kosningabaráttunni, stjórnmála-, fjármála-, menningarelíturnar biðu ósigur og rannsóknarfyrirtækin fengu skell. (Átta daga gamlar upplýsingar inn í könnun sem er birt rétt fyrir kosningar!? ) Sterk vísbending um úrslitin Úrslit kosninganna hefðu ekki átt að koma á óvart þegar litið er til könnun Maskínu á trausti sem birtist á MBL fjórum dögum fyrir kosningar. Þar kom fram að Halla Tómasdóttir var treyst sem forseta af 68% þjóðarinnar en aðeins 14% vantreystu henni. 46% treystu Katrínu Jakobsdóttur en heil 43% vantreystu henni til að gegna embættinu. Það eru góðar fréttir að við kusum forseta sem þjóðin getur sameinast um. Litið fram hjá því augljósa Ég sá aldrei í fjölmiðlum reynt að greina meginstrauminn í könnunum með þeirri alþekktu og vísindalegu aðferð að draga meðaltals strik í gegnum allar mælingarnar. Þegar þær línur eru dregnar sést skýr mynd. Allir efstu frambjóðendurnir dala eftir að þeir koma fram nema Halla Tómasdóttir sem er með meðal línu sem liggur bratt upp á við. Sannarlega góð vísbending úrslitin sem fjölmiðlar slepptu að sýna okkur. Viljandi? Laskað traust Valdi fylgir ábyrgð og stórir fjölmiðlar hafa mikið vald. Þeir brugðust almenningi í forsetakosningunum, voru hlutdrægir og sitja eftir með laskað traust. Höfundur er hönnuður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun