Stóru fjölmiðlarnir töpuðu kosningunum Sverrir Björnsson skrifar 4. júní 2024 10:31 Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Það voru heldur ekki ný tíðindi að valdið í landinu „þeir sem eiga og ráða“ hægriöflin og viðskiptalífið fylki sér að baki frambjóðanda sem nær ekki kjöri. Það hefur undantekningalaust verið niðurstaðan í forsetakosningum á Íslandi. Það verður því líklega langt þangað til einhver forsetaframbjóðandi biður sjálfstæðismanninn og samherjann Kristján Þór Júlíusson aftur að grilla fyrir sig pulsur. Fullur sómi Í sjálfu sér geta frambjóðendur ekki tapað í forsetakosningum. Þó aðeins einn þeirra nái kjöri hafa allir sem gefa kost á sér fullan sóma af því að bjóða þjóðinni að velja sig og þeir vaxa í áliti ef þeir standa sig vel. Allir eiga þeir eiga heiður skilið fyrir að bjóða sig fram og eiga rétt að fá hlutlausa umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Grímulaus hlutdrægni Það sem kom mest á óvart í kosningabaráttunni var að stóru fjölmiðlarnir, RÚV, STÖÐ 2 / VÍSIR og MORGUNBLAÐIÐ / MBL fylktu sér grímulaust að baki einum frambjóðanda. Voru hlutdrægir í stað þess að vera hlutlausir eins og þeir gefa sig út fyrir að vera. Alvarlegast er auðvitað að ríkisfjölmiðill leyfi sér það. Þó stóru fjölmiðlarnir lýstu ekki yfir stuðningi við eitt framboð eins og breska pressan gerir var morgunljóst að þeir drógu taum Katrínar Jakobsdóttur. Dæmin eru mýmörg en augljósustu dæmin um þetta var dónaleg framkoma Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við aðal keppinaut Katrínar á þeim tíma, Höllu Hrund í viðtalsþætti á RÚV og þegar Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 og Vísi klippti lofgjörð um Katrínu inn í miðjan umræðuþátt með frambjóðendum. Jón Gnarr benti á það á staðnum að þetta væri alls ekki eðlilegt. Stjórn umræðuþátta og val á viðmælendum er líka áhrifamikið tæki til að leiða umræðuna í „rétta“ átt og var notað. Verður rannsókn? Ég er bara leikmaður án menntunar í Kremlarlógíu en það er verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmála- og félagsfræðinga að stúdera framgöngu stóru fjölmiðlanna t.d. myndbirtingar og val á fyrirsögnum í kosningabaráttunni. Rannsóknir sýna að langflestir sjá mynd og fyrirsögn en fáir lesa fréttir og greiningar alveg til enda. Taktískt val á hvað er í fréttum, staðsetning þeirra í fjölmiðlinum og stærð frétta ásamt vali á mynd og fyrirsögn hefur lengi verið beitt til að upphefja eða fela sannleikann. Þetta var sérstaklega áberandi á tímum gömlu flokksmiðlanna en er greinilega enn þá í gangi í dag. Val á hvað telst frétt og ekki frétt er aðal stjórntækið í fjölmiðlum og var athyglisvert að í tvígang í baráttunni taldi RÚV það ekki eiga heima í aðalfréttatíma sjónvarps að könnun Prósents sýndi að frambjóðendur hefðu tekið fram úr Katrínu. Flestum öðrum fannst þetta stórfrétt. Furðulegar framsetningar Framsetning mynda og fyrirsagna var oft áberandi hlutdræg. Lengi vel þegar frambjóðandi fjölmiðlanna var undir í skoðanakönnunum var uppslátturinn að munurinn væri innan skekkjumarka en sú nálgun nánast hvarf um leið og óska forseti fjölmiðlanna var í forystu. Hlutdrægnin var augljós, til dæmis birti Hallgrímur Helgason snemma í kosningabaráttunni safn neikvæðra fyrirsagna af MBL um Höllu Hrund sem var á þeim tíma skæðasti keppinautur Katrínar. Tvö minnisstæð dæmi eru þegar Halla Tómasdóttir tekur risastökk (um 7%) í skoðanakönnun rétt fyrir kosningar er það ekki fyrirsögn hjá neinum fjölmiðli en þegar Katrín tók litla forystu rétt fyrir kosningar var það að forsíðufrétt í heimstyrjalda leturstærð framan á Morgunblaðinu. Skipt um hest Það var athyglisvert að sjá Morgunblaðið skipta um hest tveim dögum fyrir kosningar. Þá fóru að birta glansmyndir og jákvæðar fréttir af Höllu Tómasdóttur en myndirnar af Katrínu urðu lélegri en áður var. Höfðu skammir Jóns Steinars Gunnlaugssonar haft áhrif eða var bara verið að veðja á vinningshestinn? Sannaðist þá enn og aftur að þú veist ekki hverjir eru vinir þínir fyrr en á móti blæs. Ábyrgð? Hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni er verðugt rannsóknarefni og fjölmiðlar eiga að taka þetta til umræðu. Það væri t.d. fróðlegt að sjá í Silfrinu viðtal við sjá útvarps -og fréttastjóra RÚV um framgöngu stofnunarinnar. Svo ætti kannski einhver taka ábyrgð? Nei alveg rétt, það gerist ekki á Íslandi. „Bunch of money.“ Auglýsingamagnið var mikið og það verður fróðlegt að sjá þegar fjölmiðlar taka saman auglýsingakostnað framboðanna (ef þeir vilja þá gera það) en mér virtist framboð fyrrum forsætisráðherra verja langmestu fé í auglýsingar en sorrý, þjóðin verður ekki keypt, hún kýs með hjartanu. Margir liggja í valnum Já eins og fyrr sagði voru það ekki bara fjölmiðlarnir sem töpuðu kosningabaráttunni, stjórnmála-, fjármála-, menningarelíturnar biðu ósigur og rannsóknarfyrirtækin fengu skell. (Átta daga gamlar upplýsingar inn í könnun sem er birt rétt fyrir kosningar!? ) Sterk vísbending um úrslitin Úrslit kosninganna hefðu ekki átt að koma á óvart þegar litið er til könnun Maskínu á trausti sem birtist á MBL fjórum dögum fyrir kosningar. Þar kom fram að Halla Tómasdóttir var treyst sem forseta af 68% þjóðarinnar en aðeins 14% vantreystu henni. 46% treystu Katrínu Jakobsdóttur en heil 43% vantreystu henni til að gegna embættinu. Það eru góðar fréttir að við kusum forseta sem þjóðin getur sameinast um. Litið fram hjá því augljósa Ég sá aldrei í fjölmiðlum reynt að greina meginstrauminn í könnunum með þeirri alþekktu og vísindalegu aðferð að draga meðaltals strik í gegnum allar mælingarnar. Þegar þær línur eru dregnar sést skýr mynd. Allir efstu frambjóðendurnir dala eftir að þeir koma fram nema Halla Tómasdóttir sem er með meðal línu sem liggur bratt upp á við. Sannarlega góð vísbending úrslitin sem fjölmiðlar slepptu að sýna okkur. Viljandi? Laskað traust Valdi fylgir ábyrgð og stórir fjölmiðlar hafa mikið vald. Þeir brugðust almenningi í forsetakosningunum, voru hlutdrægir og sitja eftir með laskað traust. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Það voru heldur ekki ný tíðindi að valdið í landinu „þeir sem eiga og ráða“ hægriöflin og viðskiptalífið fylki sér að baki frambjóðanda sem nær ekki kjöri. Það hefur undantekningalaust verið niðurstaðan í forsetakosningum á Íslandi. Það verður því líklega langt þangað til einhver forsetaframbjóðandi biður sjálfstæðismanninn og samherjann Kristján Þór Júlíusson aftur að grilla fyrir sig pulsur. Fullur sómi Í sjálfu sér geta frambjóðendur ekki tapað í forsetakosningum. Þó aðeins einn þeirra nái kjöri hafa allir sem gefa kost á sér fullan sóma af því að bjóða þjóðinni að velja sig og þeir vaxa í áliti ef þeir standa sig vel. Allir eiga þeir eiga heiður skilið fyrir að bjóða sig fram og eiga rétt að fá hlutlausa umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Grímulaus hlutdrægni Það sem kom mest á óvart í kosningabaráttunni var að stóru fjölmiðlarnir, RÚV, STÖÐ 2 / VÍSIR og MORGUNBLAÐIÐ / MBL fylktu sér grímulaust að baki einum frambjóðanda. Voru hlutdrægir í stað þess að vera hlutlausir eins og þeir gefa sig út fyrir að vera. Alvarlegast er auðvitað að ríkisfjölmiðill leyfi sér það. Þó stóru fjölmiðlarnir lýstu ekki yfir stuðningi við eitt framboð eins og breska pressan gerir var morgunljóst að þeir drógu taum Katrínar Jakobsdóttur. Dæmin eru mýmörg en augljósustu dæmin um þetta var dónaleg framkoma Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við aðal keppinaut Katrínar á þeim tíma, Höllu Hrund í viðtalsþætti á RÚV og þegar Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 og Vísi klippti lofgjörð um Katrínu inn í miðjan umræðuþátt með frambjóðendum. Jón Gnarr benti á það á staðnum að þetta væri alls ekki eðlilegt. Stjórn umræðuþátta og val á viðmælendum er líka áhrifamikið tæki til að leiða umræðuna í „rétta“ átt og var notað. Verður rannsókn? Ég er bara leikmaður án menntunar í Kremlarlógíu en það er verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmála- og félagsfræðinga að stúdera framgöngu stóru fjölmiðlanna t.d. myndbirtingar og val á fyrirsögnum í kosningabaráttunni. Rannsóknir sýna að langflestir sjá mynd og fyrirsögn en fáir lesa fréttir og greiningar alveg til enda. Taktískt val á hvað er í fréttum, staðsetning þeirra í fjölmiðlinum og stærð frétta ásamt vali á mynd og fyrirsögn hefur lengi verið beitt til að upphefja eða fela sannleikann. Þetta var sérstaklega áberandi á tímum gömlu flokksmiðlanna en er greinilega enn þá í gangi í dag. Val á hvað telst frétt og ekki frétt er aðal stjórntækið í fjölmiðlum og var athyglisvert að í tvígang í baráttunni taldi RÚV það ekki eiga heima í aðalfréttatíma sjónvarps að könnun Prósents sýndi að frambjóðendur hefðu tekið fram úr Katrínu. Flestum öðrum fannst þetta stórfrétt. Furðulegar framsetningar Framsetning mynda og fyrirsagna var oft áberandi hlutdræg. Lengi vel þegar frambjóðandi fjölmiðlanna var undir í skoðanakönnunum var uppslátturinn að munurinn væri innan skekkjumarka en sú nálgun nánast hvarf um leið og óska forseti fjölmiðlanna var í forystu. Hlutdrægnin var augljós, til dæmis birti Hallgrímur Helgason snemma í kosningabaráttunni safn neikvæðra fyrirsagna af MBL um Höllu Hrund sem var á þeim tíma skæðasti keppinautur Katrínar. Tvö minnisstæð dæmi eru þegar Halla Tómasdóttir tekur risastökk (um 7%) í skoðanakönnun rétt fyrir kosningar er það ekki fyrirsögn hjá neinum fjölmiðli en þegar Katrín tók litla forystu rétt fyrir kosningar var það að forsíðufrétt í heimstyrjalda leturstærð framan á Morgunblaðinu. Skipt um hest Það var athyglisvert að sjá Morgunblaðið skipta um hest tveim dögum fyrir kosningar. Þá fóru að birta glansmyndir og jákvæðar fréttir af Höllu Tómasdóttur en myndirnar af Katrínu urðu lélegri en áður var. Höfðu skammir Jóns Steinars Gunnlaugssonar haft áhrif eða var bara verið að veðja á vinningshestinn? Sannaðist þá enn og aftur að þú veist ekki hverjir eru vinir þínir fyrr en á móti blæs. Ábyrgð? Hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni er verðugt rannsóknarefni og fjölmiðlar eiga að taka þetta til umræðu. Það væri t.d. fróðlegt að sjá í Silfrinu viðtal við sjá útvarps -og fréttastjóra RÚV um framgöngu stofnunarinnar. Svo ætti kannski einhver taka ábyrgð? Nei alveg rétt, það gerist ekki á Íslandi. „Bunch of money.“ Auglýsingamagnið var mikið og það verður fróðlegt að sjá þegar fjölmiðlar taka saman auglýsingakostnað framboðanna (ef þeir vilja þá gera það) en mér virtist framboð fyrrum forsætisráðherra verja langmestu fé í auglýsingar en sorrý, þjóðin verður ekki keypt, hún kýs með hjartanu. Margir liggja í valnum Já eins og fyrr sagði voru það ekki bara fjölmiðlarnir sem töpuðu kosningabaráttunni, stjórnmála-, fjármála-, menningarelíturnar biðu ósigur og rannsóknarfyrirtækin fengu skell. (Átta daga gamlar upplýsingar inn í könnun sem er birt rétt fyrir kosningar!? ) Sterk vísbending um úrslitin Úrslit kosninganna hefðu ekki átt að koma á óvart þegar litið er til könnun Maskínu á trausti sem birtist á MBL fjórum dögum fyrir kosningar. Þar kom fram að Halla Tómasdóttir var treyst sem forseta af 68% þjóðarinnar en aðeins 14% vantreystu henni. 46% treystu Katrínu Jakobsdóttur en heil 43% vantreystu henni til að gegna embættinu. Það eru góðar fréttir að við kusum forseta sem þjóðin getur sameinast um. Litið fram hjá því augljósa Ég sá aldrei í fjölmiðlum reynt að greina meginstrauminn í könnunum með þeirri alþekktu og vísindalegu aðferð að draga meðaltals strik í gegnum allar mælingarnar. Þegar þær línur eru dregnar sést skýr mynd. Allir efstu frambjóðendurnir dala eftir að þeir koma fram nema Halla Tómasdóttir sem er með meðal línu sem liggur bratt upp á við. Sannarlega góð vísbending úrslitin sem fjölmiðlar slepptu að sýna okkur. Viljandi? Laskað traust Valdi fylgir ábyrgð og stórir fjölmiðlar hafa mikið vald. Þeir brugðust almenningi í forsetakosningunum, voru hlutdrægir og sitja eftir með laskað traust. Höfundur er hönnuður.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar