Biðu eftir strætó sem kemur ekki fyrr en á næsta ári Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júní 2024 21:01 Inga Jóhannsdóttir og Saskia höfðu enga hugmynd um breytingarnar á Hlemmi. Vísir/Sigurjón Strætó mun ekki stoppa við Hlemm næsta árið vegna framkvæmda á svæðinu. Markaðsfulltrúi Strætó telur breytingar á leiðakerfinu vera til hins góða fyrir notendur. Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“ Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“
Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?