Búinn að vera með suð í eyranu í rúm þrjátíu ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 17:02 Steinar Berg Ísleifsson ásamt konu sinni Ingibjörgu Pálsdóttur. Hann ætlaði sér að skjóta rjúpu handa henni í jólamatinn árið 1990 en hefur í staðinn glímt við eyrnasuð síðan. Vísir Maður sem hefur glímt við þrálátt hátíðnihljóð í áratugi hefur leitað lausna við vandamálinu um allan heim. Hann segir það hafa mikil áhrif á lífsgæði og þegar hljóðið sé sem verst verði hann líkamlega veikur. Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta. Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta.
Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira