Búinn að vera með suð í eyranu í rúm þrjátíu ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 17:02 Steinar Berg Ísleifsson ásamt konu sinni Ingibjörgu Pálsdóttur. Hann ætlaði sér að skjóta rjúpu handa henni í jólamatinn árið 1990 en hefur í staðinn glímt við eyrnasuð síðan. Vísir Maður sem hefur glímt við þrálátt hátíðnihljóð í áratugi hefur leitað lausna við vandamálinu um allan heim. Hann segir það hafa mikil áhrif á lífsgæði og þegar hljóðið sé sem verst verði hann líkamlega veikur. Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta. Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Fyrir þrjátíu og fjórum árum fékk Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri í Fossatúni, þá hugmynd að skjóta rjúpu til að hafa í jólamatinn. Til að undirbúa sig fór hann á byssunámskeið þar sem hann skaut leirdúfu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis lýsir hann því að það hafi verið endirinn á veiðiskapnum en jafnframt upphaf af vandamáli sem hann hefur þjáðst af síðan, krónísks eyrnasuðs, tinnitus. Hvellurinn í byssunni hleypti af stað hátíðnihljóði sem Steinar heyrir enn þann dag í vinstra eyra. „Þetta var svo aggressíft, þetta var svo rosalega mikið. Ég upplifi að þetta sé frekar í höfðinu en í eyranu.“ Verður líkamlega veikur þegar hljóðin eru sem verst Steinar hefur lifað með hátíðnihljóðinu allar götur síðan. Hann hefur kynnt sér vandamálið vel og leitað lausna um allan heim en án árangurs. Hann segir þekkt að tinnitus komi í kjölfar hávaða, til að mynda sé það þekkt hjá hermönnum og tónlistarfólki. Hljóðbylgja sem skellur á getur hleypt þessu af stað. Tinnitus er ákveðin tíðni og getur lagst misjafnlega á fólk. Sumir finna aðeins fyrir honum þegar þeir leggjast út af, heyra smá són. Þegar Steinar er beðinn um að lýsa sinni upplifunn segist hann heyra stöðugan hátíðnihljóm inni í höfðinu öllum stundum, þó misháan. Þegar ástandið er sem verst verði hann líkamlega veikur. „Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði. Maður lifir fyrir það að fá dag eða dag og hálfan í þokkalegu ástandi og svo byrjar þetta aftur og stígur upp.“ Steinar hefur meðal annars ferðast til Ísrael til að leita lausnar á vandamálinu eftir að hann ræddi við mann sem hitti lækni þar og taldi sig hafa fengið einhverja bót. Þar fékk hann bætiefni sem hann tók í marga mánuði en virkuðu því miður ekki. Þá hefur hann reynt ýmislegt, líkt og að maska út hljóðið með hátíðnihljóðum sem ærðu alla í kringum hann en virkuðu ekki til lengdar. Hann fylgist vel með á Youtube þar sem fólk sem glímir við sama vandamál sýnir hitt og þetta sem á að virka. En ég hef ekki fundið neitt og það hefur ekki orðið nein breyting. Ég skil örvæntingu og vilja þeirra sem leggja allt í sölurnar til að losna við þetta.
Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Heilsa Skotveiði Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira