Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Deilt var um hvort skemmdir hefðu orðið á lakki bílsins fyrir eða eftir þrif fyrirtæksins. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna. Neytendur Bílar Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna.
Neytendur Bílar Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira