Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Deilt var um hvort skemmdir hefðu orðið á lakki bílsins fyrir eða eftir þrif fyrirtæksins. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna. Neytendur Bílar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna.
Neytendur Bílar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira