Ríkisstjórnin á erfiða daga fyrir höndum Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 15:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Nú á eftir að koma á daginn hvaða áhrif úrslit forsetakosninganna munu hafa á líf ríkisstjórnar hans. Erfiðir dagar eru fyrir höndum í þinginu. vísir/vilhelm Jakob Birgisson grínari, eindreginn stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur í kosningakjöri, var ekki í miklu grínstuði þegar hann hripaði í nótt á X: „Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld.“ Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum. Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum.
Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira