Ríkisstjórnin á erfiða daga fyrir höndum Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 15:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Nú á eftir að koma á daginn hvaða áhrif úrslit forsetakosninganna munu hafa á líf ríkisstjórnar hans. Erfiðir dagar eru fyrir höndum í þinginu. vísir/vilhelm Jakob Birgisson grínari, eindreginn stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur í kosningakjöri, var ekki í miklu grínstuði þegar hann hripaði í nótt á X: „Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld.“ Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum. Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum.
Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira