Halla, ekki Kata Sævar Þór Jónsson skrifar 2. júní 2024 15:00 Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk. Niðurstaðan er skýr, þjóðin vill eiga sinn forseta. Í því felst að þjóðin vill ekki að stjórnmálastéttin ráði því hver verður forseti. Þessar kosningar hafa öðrum þræði snúist um elítuna gegn almenningnum, og alþýða manna hafði betur. Forsetinn tilheyrir þeim og augljóst að fólkið í landinu lítur á forsetann sem sinn málsvara, sinn bakvörð þegar stjórnmálaelítan misstígur sig. Við höfum í þessum kosningum verið minnt á það að fyrri forsetar hafi sumir komið úr röðum stjórnmálamanna og jafnvel af ráðherrastóli. Enginn hefur þó áður ætlað sér að fara beint úr forsætisráðuneytinu á Bessastaði, fyrir því eru engin fordæmi. Þá held ég að aðstæður í þjóðfélaginu hafi gjörbreyst eftir hrunið með þeim hætti að erfiðara sé fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega þá sem gegnt hafa ráðherrastöðu, að sækjast eftir embætti forseta. Í hruninu og eftir hrun breyttist umræðan mikið og allar ríkisstjórnir síðan hafa legið undir stöðu ámæli og gagnrýni, mun meiri og harðvítugri en áður. Hvort sú gagnrýni er sanngjörn eða réttlát er annað mál. Þessi breyting hefur það í för með sér að ríkjandi ráðamenn njóta ekki lengur sama brautargengis til Bessastaða. Inn í þetta spilar einnig væntingar fólks til forsetans en þær breyttust eftir að Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þegar hann braut það blað í sögunni þá breikkaði bilið milli embættisins og stjórnmálamanna. Þessir tveir atburðir hafa haft þær afleiðingar að í dag er töluvert lengra fyrir stjórnmálamann að stökkva til þess að komast á Álftanes. Þetta eru breyttar aðstæður sem þarf að horfast í augu við. Þó skal einnig varast að fullyrða of mikið um þetta - það er ekki hægt að fullyrða að þjóðin vilji fræðimenn, stjórnmálamann eða mannauðarstjóra í embættið. Þjóðin mun alltaf kjósa þann sem henni líst best á hverju sinni, óháð menntun eða stöðu, en það sem mun alltaf skipta sköpum er traust til viðkomandi, traust til þess að forsetinn standi fyrst og fremst með fólkinu í landinu og tilheyri þeim. Ef þessi tryggðabönd finnast ekki þá er þetta búið spil fyrir viðkomandi frambjóðanda. Að einhverju leyti var þetta líka uppi á teningnum þegar Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn. Þá kom hann fram sem mjög sterkt mótvægi við sitjandi ráðamenn þess tíma, sem reyndu allt til þess að koma í veg fyrir kjör hans. Það þýðir ekkert að steyta hnefa framan í þjóðina og skammast í henni út af niðurstöðunum. Reynið frekar að skilja skilaboðin og hvað er að gerast í raun og veru. Að sama skapi er ekki mark takandi á gagnrýni þeirra sem hafa sprottið upp og gert lítið úr hæfni og getu Höllu Tómasdóttur, af því að þjóðin hafi kosið taktískt til að hafna Katrínu. Á móti má spyrja, af hverju þetta óánægjufylgi hafi þá ekki hoppað á vagn Höllu Hrundar því lengst af var hún sá frambjóðandi sem líklegust var til þess að bera sigur úr býtum. Halla Tómasdóttir mældist með mjög lítið fylgi til að byrja með. Það sem gerðist var einfaldlega það að Halla Tómasdóttir sýndi sig og sannaði í kappræðum og vann inn fylgi og traust með framkomu sinni. Sigurganga hennar byrjaði snemma í maí og var stöðug og óx ásmegin allt undir hið síðasta. Katrín ætlaði sér of hátt stökk. Ég veit ekki hvort hún hafi áttað sig á því að bilið væri orðið svona breitt á milli Bessastaða og stjórnarráðsins. Ég skrifaði um þetta grein skömmu eftir að hún tilkynnti um framboð sitt þar sem ég bar hana saman við Gunnar Thoroddssen. Þessar kosningar nú snerust um framangreint traust, það efast enginn um hæfi Katrínar til þess að gegna embættinu, né heldur hæfi Höllu Tómasdóttur og ýmissa annarra frambjóðenda, en ég tel að þjóðin hafi kosið þann sem hún treysti best. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sævar Þór Jónsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk. Niðurstaðan er skýr, þjóðin vill eiga sinn forseta. Í því felst að þjóðin vill ekki að stjórnmálastéttin ráði því hver verður forseti. Þessar kosningar hafa öðrum þræði snúist um elítuna gegn almenningnum, og alþýða manna hafði betur. Forsetinn tilheyrir þeim og augljóst að fólkið í landinu lítur á forsetann sem sinn málsvara, sinn bakvörð þegar stjórnmálaelítan misstígur sig. Við höfum í þessum kosningum verið minnt á það að fyrri forsetar hafi sumir komið úr röðum stjórnmálamanna og jafnvel af ráðherrastóli. Enginn hefur þó áður ætlað sér að fara beint úr forsætisráðuneytinu á Bessastaði, fyrir því eru engin fordæmi. Þá held ég að aðstæður í þjóðfélaginu hafi gjörbreyst eftir hrunið með þeim hætti að erfiðara sé fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega þá sem gegnt hafa ráðherrastöðu, að sækjast eftir embætti forseta. Í hruninu og eftir hrun breyttist umræðan mikið og allar ríkisstjórnir síðan hafa legið undir stöðu ámæli og gagnrýni, mun meiri og harðvítugri en áður. Hvort sú gagnrýni er sanngjörn eða réttlát er annað mál. Þessi breyting hefur það í för með sér að ríkjandi ráðamenn njóta ekki lengur sama brautargengis til Bessastaða. Inn í þetta spilar einnig væntingar fólks til forsetans en þær breyttust eftir að Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þegar hann braut það blað í sögunni þá breikkaði bilið milli embættisins og stjórnmálamanna. Þessir tveir atburðir hafa haft þær afleiðingar að í dag er töluvert lengra fyrir stjórnmálamann að stökkva til þess að komast á Álftanes. Þetta eru breyttar aðstæður sem þarf að horfast í augu við. Þó skal einnig varast að fullyrða of mikið um þetta - það er ekki hægt að fullyrða að þjóðin vilji fræðimenn, stjórnmálamann eða mannauðarstjóra í embættið. Þjóðin mun alltaf kjósa þann sem henni líst best á hverju sinni, óháð menntun eða stöðu, en það sem mun alltaf skipta sköpum er traust til viðkomandi, traust til þess að forsetinn standi fyrst og fremst með fólkinu í landinu og tilheyri þeim. Ef þessi tryggðabönd finnast ekki þá er þetta búið spil fyrir viðkomandi frambjóðanda. Að einhverju leyti var þetta líka uppi á teningnum þegar Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn. Þá kom hann fram sem mjög sterkt mótvægi við sitjandi ráðamenn þess tíma, sem reyndu allt til þess að koma í veg fyrir kjör hans. Það þýðir ekkert að steyta hnefa framan í þjóðina og skammast í henni út af niðurstöðunum. Reynið frekar að skilja skilaboðin og hvað er að gerast í raun og veru. Að sama skapi er ekki mark takandi á gagnrýni þeirra sem hafa sprottið upp og gert lítið úr hæfni og getu Höllu Tómasdóttur, af því að þjóðin hafi kosið taktískt til að hafna Katrínu. Á móti má spyrja, af hverju þetta óánægjufylgi hafi þá ekki hoppað á vagn Höllu Hrundar því lengst af var hún sá frambjóðandi sem líklegust var til þess að bera sigur úr býtum. Halla Tómasdóttir mældist með mjög lítið fylgi til að byrja með. Það sem gerðist var einfaldlega það að Halla Tómasdóttir sýndi sig og sannaði í kappræðum og vann inn fylgi og traust með framkomu sinni. Sigurganga hennar byrjaði snemma í maí og var stöðug og óx ásmegin allt undir hið síðasta. Katrín ætlaði sér of hátt stökk. Ég veit ekki hvort hún hafi áttað sig á því að bilið væri orðið svona breitt á milli Bessastaða og stjórnarráðsins. Ég skrifaði um þetta grein skömmu eftir að hún tilkynnti um framboð sitt þar sem ég bar hana saman við Gunnar Thoroddssen. Þessar kosningar nú snerust um framangreint traust, það efast enginn um hæfi Katrínar til þess að gegna embættinu, né heldur hæfi Höllu Tómasdóttur og ýmissa annarra frambjóðenda, en ég tel að þjóðin hafi kosið þann sem hún treysti best. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun