Halla, ekki Kata Sævar Þór Jónsson skrifar 2. júní 2024 15:00 Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk. Niðurstaðan er skýr, þjóðin vill eiga sinn forseta. Í því felst að þjóðin vill ekki að stjórnmálastéttin ráði því hver verður forseti. Þessar kosningar hafa öðrum þræði snúist um elítuna gegn almenningnum, og alþýða manna hafði betur. Forsetinn tilheyrir þeim og augljóst að fólkið í landinu lítur á forsetann sem sinn málsvara, sinn bakvörð þegar stjórnmálaelítan misstígur sig. Við höfum í þessum kosningum verið minnt á það að fyrri forsetar hafi sumir komið úr röðum stjórnmálamanna og jafnvel af ráðherrastóli. Enginn hefur þó áður ætlað sér að fara beint úr forsætisráðuneytinu á Bessastaði, fyrir því eru engin fordæmi. Þá held ég að aðstæður í þjóðfélaginu hafi gjörbreyst eftir hrunið með þeim hætti að erfiðara sé fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega þá sem gegnt hafa ráðherrastöðu, að sækjast eftir embætti forseta. Í hruninu og eftir hrun breyttist umræðan mikið og allar ríkisstjórnir síðan hafa legið undir stöðu ámæli og gagnrýni, mun meiri og harðvítugri en áður. Hvort sú gagnrýni er sanngjörn eða réttlát er annað mál. Þessi breyting hefur það í för með sér að ríkjandi ráðamenn njóta ekki lengur sama brautargengis til Bessastaða. Inn í þetta spilar einnig væntingar fólks til forsetans en þær breyttust eftir að Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þegar hann braut það blað í sögunni þá breikkaði bilið milli embættisins og stjórnmálamanna. Þessir tveir atburðir hafa haft þær afleiðingar að í dag er töluvert lengra fyrir stjórnmálamann að stökkva til þess að komast á Álftanes. Þetta eru breyttar aðstæður sem þarf að horfast í augu við. Þó skal einnig varast að fullyrða of mikið um þetta - það er ekki hægt að fullyrða að þjóðin vilji fræðimenn, stjórnmálamann eða mannauðarstjóra í embættið. Þjóðin mun alltaf kjósa þann sem henni líst best á hverju sinni, óháð menntun eða stöðu, en það sem mun alltaf skipta sköpum er traust til viðkomandi, traust til þess að forsetinn standi fyrst og fremst með fólkinu í landinu og tilheyri þeim. Ef þessi tryggðabönd finnast ekki þá er þetta búið spil fyrir viðkomandi frambjóðanda. Að einhverju leyti var þetta líka uppi á teningnum þegar Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn. Þá kom hann fram sem mjög sterkt mótvægi við sitjandi ráðamenn þess tíma, sem reyndu allt til þess að koma í veg fyrir kjör hans. Það þýðir ekkert að steyta hnefa framan í þjóðina og skammast í henni út af niðurstöðunum. Reynið frekar að skilja skilaboðin og hvað er að gerast í raun og veru. Að sama skapi er ekki mark takandi á gagnrýni þeirra sem hafa sprottið upp og gert lítið úr hæfni og getu Höllu Tómasdóttur, af því að þjóðin hafi kosið taktískt til að hafna Katrínu. Á móti má spyrja, af hverju þetta óánægjufylgi hafi þá ekki hoppað á vagn Höllu Hrundar því lengst af var hún sá frambjóðandi sem líklegust var til þess að bera sigur úr býtum. Halla Tómasdóttir mældist með mjög lítið fylgi til að byrja með. Það sem gerðist var einfaldlega það að Halla Tómasdóttir sýndi sig og sannaði í kappræðum og vann inn fylgi og traust með framkomu sinni. Sigurganga hennar byrjaði snemma í maí og var stöðug og óx ásmegin allt undir hið síðasta. Katrín ætlaði sér of hátt stökk. Ég veit ekki hvort hún hafi áttað sig á því að bilið væri orðið svona breitt á milli Bessastaða og stjórnarráðsins. Ég skrifaði um þetta grein skömmu eftir að hún tilkynnti um framboð sitt þar sem ég bar hana saman við Gunnar Thoroddssen. Þessar kosningar nú snerust um framangreint traust, það efast enginn um hæfi Katrínar til þess að gegna embættinu, né heldur hæfi Höllu Tómasdóttur og ýmissa annarra frambjóðenda, en ég tel að þjóðin hafi kosið þann sem hún treysti best. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sævar Þór Jónsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk. Niðurstaðan er skýr, þjóðin vill eiga sinn forseta. Í því felst að þjóðin vill ekki að stjórnmálastéttin ráði því hver verður forseti. Þessar kosningar hafa öðrum þræði snúist um elítuna gegn almenningnum, og alþýða manna hafði betur. Forsetinn tilheyrir þeim og augljóst að fólkið í landinu lítur á forsetann sem sinn málsvara, sinn bakvörð þegar stjórnmálaelítan misstígur sig. Við höfum í þessum kosningum verið minnt á það að fyrri forsetar hafi sumir komið úr röðum stjórnmálamanna og jafnvel af ráðherrastóli. Enginn hefur þó áður ætlað sér að fara beint úr forsætisráðuneytinu á Bessastaði, fyrir því eru engin fordæmi. Þá held ég að aðstæður í þjóðfélaginu hafi gjörbreyst eftir hrunið með þeim hætti að erfiðara sé fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega þá sem gegnt hafa ráðherrastöðu, að sækjast eftir embætti forseta. Í hruninu og eftir hrun breyttist umræðan mikið og allar ríkisstjórnir síðan hafa legið undir stöðu ámæli og gagnrýni, mun meiri og harðvítugri en áður. Hvort sú gagnrýni er sanngjörn eða réttlát er annað mál. Þessi breyting hefur það í för með sér að ríkjandi ráðamenn njóta ekki lengur sama brautargengis til Bessastaða. Inn í þetta spilar einnig væntingar fólks til forsetans en þær breyttust eftir að Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þegar hann braut það blað í sögunni þá breikkaði bilið milli embættisins og stjórnmálamanna. Þessir tveir atburðir hafa haft þær afleiðingar að í dag er töluvert lengra fyrir stjórnmálamann að stökkva til þess að komast á Álftanes. Þetta eru breyttar aðstæður sem þarf að horfast í augu við. Þó skal einnig varast að fullyrða of mikið um þetta - það er ekki hægt að fullyrða að þjóðin vilji fræðimenn, stjórnmálamann eða mannauðarstjóra í embættið. Þjóðin mun alltaf kjósa þann sem henni líst best á hverju sinni, óháð menntun eða stöðu, en það sem mun alltaf skipta sköpum er traust til viðkomandi, traust til þess að forsetinn standi fyrst og fremst með fólkinu í landinu og tilheyri þeim. Ef þessi tryggðabönd finnast ekki þá er þetta búið spil fyrir viðkomandi frambjóðanda. Að einhverju leyti var þetta líka uppi á teningnum þegar Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn. Þá kom hann fram sem mjög sterkt mótvægi við sitjandi ráðamenn þess tíma, sem reyndu allt til þess að koma í veg fyrir kjör hans. Það þýðir ekkert að steyta hnefa framan í þjóðina og skammast í henni út af niðurstöðunum. Reynið frekar að skilja skilaboðin og hvað er að gerast í raun og veru. Að sama skapi er ekki mark takandi á gagnrýni þeirra sem hafa sprottið upp og gert lítið úr hæfni og getu Höllu Tómasdóttur, af því að þjóðin hafi kosið taktískt til að hafna Katrínu. Á móti má spyrja, af hverju þetta óánægjufylgi hafi þá ekki hoppað á vagn Höllu Hrundar því lengst af var hún sá frambjóðandi sem líklegust var til þess að bera sigur úr býtum. Halla Tómasdóttir mældist með mjög lítið fylgi til að byrja með. Það sem gerðist var einfaldlega það að Halla Tómasdóttir sýndi sig og sannaði í kappræðum og vann inn fylgi og traust með framkomu sinni. Sigurganga hennar byrjaði snemma í maí og var stöðug og óx ásmegin allt undir hið síðasta. Katrín ætlaði sér of hátt stökk. Ég veit ekki hvort hún hafi áttað sig á því að bilið væri orðið svona breitt á milli Bessastaða og stjórnarráðsins. Ég skrifaði um þetta grein skömmu eftir að hún tilkynnti um framboð sitt þar sem ég bar hana saman við Gunnar Thoroddssen. Þessar kosningar nú snerust um framangreint traust, það efast enginn um hæfi Katrínar til þess að gegna embættinu, né heldur hæfi Höllu Tómasdóttur og ýmissa annarra frambjóðenda, en ég tel að þjóðin hafi kosið þann sem hún treysti best. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun