Tóbak markaðssett fyrir ungt fólk Guðlaug B. Guðjónsdóttir skrifar 31. maí 2024 14:01 Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn er 31. maí og hefur hann verið haldinn allt frá 1987 af aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að minna á skaðsemi reykinga og annarar tóbaks- og nikótínnotkunar á fólk, almannaheilbrigði, samfélög og umhverfið í heild sinni. Í ár er áherslan lögð á að vekja athygli á skaðlegum áhrifum markaðssetningar tóbaksframleiðenda á ungmenni. Tugir milljóna ungmenna á aldrinum 13-15 ára nota einhverja tegund tóbaks, þar af um 4 milljónir í Evrópu. Tóbaksframleiðendur reyna að finna nýja viðskiptavini í stað þeirra sem látast eða hætta tóbaksnotkun. Vöruþróun tóbaksframleiðenda og auglýsingaaðferðir höfða til barna og ungmenna, einkum gegnum samfélagsmiðla og streymisveitur. Þetta ógnar bæði heilsu þeirra og velferð. Lagasetning og forvarnaraðgerðir til að stemma stigu við nýjum tóbaks- og nikótínvarningi eru oft langt á eftir aðgerðum framleiðenda tóbaks. Rafsígarettur hafa notið mikilla vinsælda hjá ungu fólki. Gert er ráð fyrir að um 13% ungmenna í Evrópu noti rafsígarettur samanborið við 2% fullorðinna. Í sumum ríkjum Evrópu er rafsígarettunotkun ungmenna mun algengari en sígarettunotkun. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það, fyrir utan langvinna vanheilsu og veikindi. Tóbak drepur á heimsvísu yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er sú orsök sjúkdómsins sem helst er hægt er að koma í veg fyrir. Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Tóbaksframleiðendur hafa einbeittan ásetning til að selja ungu fólki lífshættulegar vörur, sem auk þess eru ávanabindandi og valda fíkn. Þeir sem standa að alþjóðlega tóbakslausa deginum 31. maí 2024 hvetja ríkisstjórnir og þá sem berjast gegn tóbaksnotkun til að vernda unga fólkið fyrir skefjalausri ásókn framleiðenda tóbaks og til að láta þá bera ábyrgð á því tjóni sem þeir valda. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn er 31. maí og hefur hann verið haldinn allt frá 1987 af aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að minna á skaðsemi reykinga og annarar tóbaks- og nikótínnotkunar á fólk, almannaheilbrigði, samfélög og umhverfið í heild sinni. Í ár er áherslan lögð á að vekja athygli á skaðlegum áhrifum markaðssetningar tóbaksframleiðenda á ungmenni. Tugir milljóna ungmenna á aldrinum 13-15 ára nota einhverja tegund tóbaks, þar af um 4 milljónir í Evrópu. Tóbaksframleiðendur reyna að finna nýja viðskiptavini í stað þeirra sem látast eða hætta tóbaksnotkun. Vöruþróun tóbaksframleiðenda og auglýsingaaðferðir höfða til barna og ungmenna, einkum gegnum samfélagsmiðla og streymisveitur. Þetta ógnar bæði heilsu þeirra og velferð. Lagasetning og forvarnaraðgerðir til að stemma stigu við nýjum tóbaks- og nikótínvarningi eru oft langt á eftir aðgerðum framleiðenda tóbaks. Rafsígarettur hafa notið mikilla vinsælda hjá ungu fólki. Gert er ráð fyrir að um 13% ungmenna í Evrópu noti rafsígarettur samanborið við 2% fullorðinna. Í sumum ríkjum Evrópu er rafsígarettunotkun ungmenna mun algengari en sígarettunotkun. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það, fyrir utan langvinna vanheilsu og veikindi. Tóbak drepur á heimsvísu yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er sú orsök sjúkdómsins sem helst er hægt er að koma í veg fyrir. Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Tóbaksframleiðendur hafa einbeittan ásetning til að selja ungu fólki lífshættulegar vörur, sem auk þess eru ávanabindandi og valda fíkn. Þeir sem standa að alþjóðlega tóbakslausa deginum 31. maí 2024 hvetja ríkisstjórnir og þá sem berjast gegn tóbaksnotkun til að vernda unga fólkið fyrir skefjalausri ásókn framleiðenda tóbaks og til að láta þá bera ábyrgð á því tjóni sem þeir valda. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun