Ævintýri.is er ekki venjuleg bókaútgáfa en þau gefa út persónusniðnar barnabækur þar sem kaupandi getur valið nafn og útlit aðalsöguhetju bókarinnar, ásamt því að geta skrifað skilaboð sem birtast í bókinni.

„Okkur langaði að gefa bókina út fyrir kosningarnar og eftir mikið bras rétt náðum við því daginn fyrir kjördag. Hugmyndin að bókinni spratt út frá því hvað 6 ára dóttir mín sagðist vilja gera sem forseti, en eins og gefur að skilja er það nokkuð frábrugðið kosningaloforðum núverandi forsetaframbjóðenda.
Til að mynda vildi hún byggja vatnsrennibrautargarð og fá ljón í húsdýragarðinn, ásamt því að gera nokkrar lagabreytingar sem eiga svo eftir að koma í bakið í söguhetjunni,“
Segir Sölvi Víðisson annar stofnanda Ævintýris.

Þetta er önnur bók Ævintýri.is á stuttum tíma en persónusniðin risaeðlubók kom út í apríl. Persónusniðnar barnabækur Ævintýris eru núna orðnar 7 talsins og henta þær börnum á bilinu 1-8 ára. Í tilefni útgáfu bókarinnar er hún á 20% afslætti út júní.