Ég vil Baldur og því kýs ég Baldur Ólafur Helgi M. Ólafsson / Starína skrifar 31. maí 2024 09:30 Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun