Jón og Jóga fyrir okkur öll Maggý Hrönn Hermannsdóttir skrifar 30. maí 2024 18:01 Mín ósk er sú að fólk láti af óhróðri og illmælgi það sem eftir lifir af kosningabaráttunni um 7. forseta lýðveldisins. Sleppum argaþrasinu í tæpa tvo sólarhringa og beinum athygli okkar að öllu því góða sem frambjóðendur hafa fram að færa. Minn draumaforseti er Jón Gnarr. Jón er að mínu mati djúpvitur, fjölgreindur í meira lagi. Hvað gerðist þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins? Hann var fremstur í flokki jafningja og stuðlaði að mannbætandi samskiptum út um alla borg. Verði Jón kosinn forseti fáum við hin sem ekki búum í borginni að kynnast og njóta gleðinnar, kærleikans og viskunnar sem þau dreifa frá sér. Jón og Jóga munu blása lífi í glæðurnar og gefa öllum landsmönnum von. Þá meina ég öllum, þvert á mannflóruna eins og hún leggur sig. Jón er bara Jón og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, fullur af æðruleysi og samkennd með þeim sem minna mega sín. Jón veit hvernig það er að vera kalt á höndunum, vera lagður í einelti og þurfa að ýta bílnum í gang. Það veit Jóga líka. Jón skrifaði bókina 1000 kossar Jóga þar sem hann segir frá lífsreynslu konu sinnar.Listamaðurinn Jón hefur skemmt mér og þannig gefið mér spark í einstaka lægðum lífs míns. Fóstbræður, Tvíhöfði, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson svo eitthvað sé nefnt. Rithöfundurinn Jón hefur svo sannarlega hjálpað mörgum grunnskólanemendum með útgáfu sjálfsævisögulegra bóka sinna, Indíáninn, Sjóræninginn og Útlaginn. Þetta finnst mér alvöru sjálfshjálparbækur fyrir okkur öll. Ég þreytist ekki á að nota setninguna hans Jóns “Þó hann kunni ekki að fallbeygja danskar sagnir” þar sem hann leggur áherslu á hvað skiptir máli varðandi velferð og hamingju barnanna okkar og barnabarna. Barnið Jón hélt að það gæti ekki orðið neitt vegna lesblindu. Það var þá. Nú er hann auðmjúkur þjónn þjóðarinnar í framboði til forseta Íslands. Hann ætlar að leiða saman unga sem aldna þyggja ráð frá þeim sem vita það sem hann veit ekki. Einn af mörgum styrkleikum Jóns er að hann segir upphátt, ég veit það ekki.Hann er skýr í svörum. Fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Menning og listir eru galfjaðrirnar hans Jóns og við þurfum svoleiðis forseta. Mér finnst það. Amen sem stendur fyrir, það er vissulega rétt og áreiðanlegt. Höfundur er með fimm geðgreiningar og eina til tvær háskólagráður sem skipta litlu máli þegar kemur að lífshamingjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Mín ósk er sú að fólk láti af óhróðri og illmælgi það sem eftir lifir af kosningabaráttunni um 7. forseta lýðveldisins. Sleppum argaþrasinu í tæpa tvo sólarhringa og beinum athygli okkar að öllu því góða sem frambjóðendur hafa fram að færa. Minn draumaforseti er Jón Gnarr. Jón er að mínu mati djúpvitur, fjölgreindur í meira lagi. Hvað gerðist þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins? Hann var fremstur í flokki jafningja og stuðlaði að mannbætandi samskiptum út um alla borg. Verði Jón kosinn forseti fáum við hin sem ekki búum í borginni að kynnast og njóta gleðinnar, kærleikans og viskunnar sem þau dreifa frá sér. Jón og Jóga munu blása lífi í glæðurnar og gefa öllum landsmönnum von. Þá meina ég öllum, þvert á mannflóruna eins og hún leggur sig. Jón er bara Jón og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, fullur af æðruleysi og samkennd með þeim sem minna mega sín. Jón veit hvernig það er að vera kalt á höndunum, vera lagður í einelti og þurfa að ýta bílnum í gang. Það veit Jóga líka. Jón skrifaði bókina 1000 kossar Jóga þar sem hann segir frá lífsreynslu konu sinnar.Listamaðurinn Jón hefur skemmt mér og þannig gefið mér spark í einstaka lægðum lífs míns. Fóstbræður, Tvíhöfði, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson svo eitthvað sé nefnt. Rithöfundurinn Jón hefur svo sannarlega hjálpað mörgum grunnskólanemendum með útgáfu sjálfsævisögulegra bóka sinna, Indíáninn, Sjóræninginn og Útlaginn. Þetta finnst mér alvöru sjálfshjálparbækur fyrir okkur öll. Ég þreytist ekki á að nota setninguna hans Jóns “Þó hann kunni ekki að fallbeygja danskar sagnir” þar sem hann leggur áherslu á hvað skiptir máli varðandi velferð og hamingju barnanna okkar og barnabarna. Barnið Jón hélt að það gæti ekki orðið neitt vegna lesblindu. Það var þá. Nú er hann auðmjúkur þjónn þjóðarinnar í framboði til forseta Íslands. Hann ætlar að leiða saman unga sem aldna þyggja ráð frá þeim sem vita það sem hann veit ekki. Einn af mörgum styrkleikum Jóns er að hann segir upphátt, ég veit það ekki.Hann er skýr í svörum. Fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Menning og listir eru galfjaðrirnar hans Jóns og við þurfum svoleiðis forseta. Mér finnst það. Amen sem stendur fyrir, það er vissulega rétt og áreiðanlegt. Höfundur er með fimm geðgreiningar og eina til tvær háskólagráður sem skipta litlu máli þegar kemur að lífshamingjunni.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar