KosninGnarr kraftaverk Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 31. maí 2024 07:00 Nýlega heyrði ég kenningu þess efnis að hátt hlutfall ADHD greininga á Íslandi megi skýra með því hvernig landið byggðist. Hingað sigldu vaskir norrænir Víkingar, sem áttuðu sig á því á miðri leið að þeir hefðu gleymt að taka með sér konur. Þeir breyttu því um stefnu og höfðu viðkomu á Írlandi og Skotlandi. Þegar írskar og skoskar yngismeyjar sáu víkingaskipin birtast á sjóndeildarhringnum flúðu þær í öruggt skjól, allar nema þær sem voru utan við sig og annars huga. Þannig varð til þjóð sem hefur einstaka blöndu dugnaðar, áræðni, seiglu og athyglisbrests. Þetta er vitaskuld einföldun, en góð saga. Við elskum góðar sögur. Við erum einstök þjóð og við þurfum einstakan forseta sem getur verið fulltrúi okkar einstöku menningar, tungu og þeirra litbrigða sem persónugallerí þjóðarinnar býður upp á. Jón Gnarr er sú manneskja. Sé tekið mið af skoðannakönnunum má álykta að kraftaverk þyrfti til þess að hann og Jóga, konan hans, væru á leið á Bessastaði að loknum kosningum á laugardag. Teknókratar og reikniheilar keppast nú við að ýmist biðla til Jóns að draga framboð sitt til baka, eða leggja hart að kjósendum að kasta ekki atkvæði sínu á glæ. Þetta er gert í yfirvarpi vinsemdar og í krafti þess sem skilur og veit og vill bara ráða öðrum heilt. En skoðanakannanir eru ófullkomin verkfæri sem mæla þann hóp sem tekur þátt í þeim og það er svo yfirfært á stærra mengi. Þær eru hins vegar settar fram eins og staðreyndir og raun hitamælingar. Sannarlega vísbending, en áhersla okkar á mikilvægi þeirra er farin að líkjast trúarofstæki. Verandi nánast fullkomlega talnablind trúi ég á það sem við sjáum ekki og kraftana sem leiða okkur áfram án þess að við fáum nokkru um það ráðið. Og ég trúi því líka að þegar nógu margir skoða hjartað sitt, spyrja sjálfan sig, fjölskyldu sína og trúnaðarvini hvað það er sem við þurfum sem þjóð þá blasir aðeins eitt svar við - Jón Gnarr. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast því í návígi hvernig Jón vinnur, hvernig hann les og skilur annað fólk, hvernig hann greinir samfélagið og notar sinn óþrjótandi sköpunarkraft til að toga okkur hin áfram. Allt hans höfundarverk sem listamaður byggir á þessum styrkleikum hans og getu til að nota íslenska tungu til að lýsa íslenskum raunveruleika og persónum sem við þekkjum í okkur sjálfum eða erum að glíma við á vinnustöðum, í fjölskyldum eða á förnum vegi. Hann hefur fært okkur þá gjöf að geta horfst hlæjandi í augu við okkur sjálf og okkar samfélagslegu bresti. Það hefur ekki gengið þrautalaust, enda hefur hann verið kærður oftar en meðal glæpamaður fyrir grín. En þó aldrei dæmdur. Enda ekkert í íslenskum lögum sem bannar fólki að gera grín og gleðja fólk. Úr þessum jarðvegi hefur Jón líka skapað sér atvinnu og séð sjálfum sér og fjölda annarra farborða. Sá drifkraftur er hins vegar tilkomin að miklu leyti af þeirri einföldu staðreynd að Jón hlaut litla sem enga menntun í íslensku skólakerfi, enda glímdi hann við ótal þroskaraskanir sem barn, sem dæmdu hann nánast úr leik. Þannig hefur hann ekki haft neitt val um annað en að treysta á sjálfan sig, sitt innsæi og kímnigáfu til þess að berjast áfram og koma sér til metorða í samfélagi sem kerfisbundið reyndi, og reynir enn, að ýta fólki til hliðar sem fékk ekki miða á fyrsta farrými í hraðlestri, eðlisfræði, tölfræði og excel æfingum. Jón er þannig holdgervingur hins sjálfstæða manns, sem er svo nátengdur okkar þjóðarkjarna. Hann hefur ekki látið kerfisbundnar tilraunir þeirra sem völdin hafa vísa sér á þann stað sem er þeim þóknanlegur. Jón hefur alltaf búið sér til pláss og það sem meira er, búið til pláss fyrir aðra. Þegar við hittumst fyrst var ég 27 ára einstæð móðir með halarófu af flækjum á eftir mér. Jón sá mig og bauð mér með í ferðalag sem breytti stefnunni sem mitt líf hefði annars tekið. Hann og Jóga höfðu djúpstæð áhrif á það hvernig ég horfi á heiminn og hvernig það er að vinna með og kynnast fólki sem raunverulega tekur þig inn og vill þér vel. Ég hef orðið vitni af því ótal sinnum hvernig hann hefur sömu áhrif á aðra og ég veit að þeir kraftar sem geta losnað úr læðingi við það að veita Jóni atkvæði sitt í þessum forsetakosningum verða seint útskýrðir til fulls en þeir munu koma til með að skipta máli fyrir þá stefnu sem við tökum sem þjóð. Við stöndum frammi fyrir því að samfélagið okkar er breytast mjög hratt og það kallar fram sterkar tilfinningar og skapar óróleika innra með okkur og út á við. Við þurfum forseta sem hefur tilfinningagreind og skilning á því hvað það er að gefa fólki pláss og raunverulega meðtaka það sem það er að segja. Við þurfum líka forseta sem talar tungumál sem fólk skilur, en segir ekki bara eitthvað í löngu máli sem hefur enga merkingu. Við þurfum forseta sem hefur barist fyrir tilveru sinni í þessu samfélagi, hefur verið barinn niður og risið aftur upp. Við þurfum forseta sem þykir þrátt fyrir það óendanlega vænt um þetta samfélag og fólkið sem hér býr. Við þurfum Jón og Jógu á Bessastaði. Heiða Kristín Helgadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Nýlega heyrði ég kenningu þess efnis að hátt hlutfall ADHD greininga á Íslandi megi skýra með því hvernig landið byggðist. Hingað sigldu vaskir norrænir Víkingar, sem áttuðu sig á því á miðri leið að þeir hefðu gleymt að taka með sér konur. Þeir breyttu því um stefnu og höfðu viðkomu á Írlandi og Skotlandi. Þegar írskar og skoskar yngismeyjar sáu víkingaskipin birtast á sjóndeildarhringnum flúðu þær í öruggt skjól, allar nema þær sem voru utan við sig og annars huga. Þannig varð til þjóð sem hefur einstaka blöndu dugnaðar, áræðni, seiglu og athyglisbrests. Þetta er vitaskuld einföldun, en góð saga. Við elskum góðar sögur. Við erum einstök þjóð og við þurfum einstakan forseta sem getur verið fulltrúi okkar einstöku menningar, tungu og þeirra litbrigða sem persónugallerí þjóðarinnar býður upp á. Jón Gnarr er sú manneskja. Sé tekið mið af skoðannakönnunum má álykta að kraftaverk þyrfti til þess að hann og Jóga, konan hans, væru á leið á Bessastaði að loknum kosningum á laugardag. Teknókratar og reikniheilar keppast nú við að ýmist biðla til Jóns að draga framboð sitt til baka, eða leggja hart að kjósendum að kasta ekki atkvæði sínu á glæ. Þetta er gert í yfirvarpi vinsemdar og í krafti þess sem skilur og veit og vill bara ráða öðrum heilt. En skoðanakannanir eru ófullkomin verkfæri sem mæla þann hóp sem tekur þátt í þeim og það er svo yfirfært á stærra mengi. Þær eru hins vegar settar fram eins og staðreyndir og raun hitamælingar. Sannarlega vísbending, en áhersla okkar á mikilvægi þeirra er farin að líkjast trúarofstæki. Verandi nánast fullkomlega talnablind trúi ég á það sem við sjáum ekki og kraftana sem leiða okkur áfram án þess að við fáum nokkru um það ráðið. Og ég trúi því líka að þegar nógu margir skoða hjartað sitt, spyrja sjálfan sig, fjölskyldu sína og trúnaðarvini hvað það er sem við þurfum sem þjóð þá blasir aðeins eitt svar við - Jón Gnarr. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast því í návígi hvernig Jón vinnur, hvernig hann les og skilur annað fólk, hvernig hann greinir samfélagið og notar sinn óþrjótandi sköpunarkraft til að toga okkur hin áfram. Allt hans höfundarverk sem listamaður byggir á þessum styrkleikum hans og getu til að nota íslenska tungu til að lýsa íslenskum raunveruleika og persónum sem við þekkjum í okkur sjálfum eða erum að glíma við á vinnustöðum, í fjölskyldum eða á förnum vegi. Hann hefur fært okkur þá gjöf að geta horfst hlæjandi í augu við okkur sjálf og okkar samfélagslegu bresti. Það hefur ekki gengið þrautalaust, enda hefur hann verið kærður oftar en meðal glæpamaður fyrir grín. En þó aldrei dæmdur. Enda ekkert í íslenskum lögum sem bannar fólki að gera grín og gleðja fólk. Úr þessum jarðvegi hefur Jón líka skapað sér atvinnu og séð sjálfum sér og fjölda annarra farborða. Sá drifkraftur er hins vegar tilkomin að miklu leyti af þeirri einföldu staðreynd að Jón hlaut litla sem enga menntun í íslensku skólakerfi, enda glímdi hann við ótal þroskaraskanir sem barn, sem dæmdu hann nánast úr leik. Þannig hefur hann ekki haft neitt val um annað en að treysta á sjálfan sig, sitt innsæi og kímnigáfu til þess að berjast áfram og koma sér til metorða í samfélagi sem kerfisbundið reyndi, og reynir enn, að ýta fólki til hliðar sem fékk ekki miða á fyrsta farrými í hraðlestri, eðlisfræði, tölfræði og excel æfingum. Jón er þannig holdgervingur hins sjálfstæða manns, sem er svo nátengdur okkar þjóðarkjarna. Hann hefur ekki látið kerfisbundnar tilraunir þeirra sem völdin hafa vísa sér á þann stað sem er þeim þóknanlegur. Jón hefur alltaf búið sér til pláss og það sem meira er, búið til pláss fyrir aðra. Þegar við hittumst fyrst var ég 27 ára einstæð móðir með halarófu af flækjum á eftir mér. Jón sá mig og bauð mér með í ferðalag sem breytti stefnunni sem mitt líf hefði annars tekið. Hann og Jóga höfðu djúpstæð áhrif á það hvernig ég horfi á heiminn og hvernig það er að vinna með og kynnast fólki sem raunverulega tekur þig inn og vill þér vel. Ég hef orðið vitni af því ótal sinnum hvernig hann hefur sömu áhrif á aðra og ég veit að þeir kraftar sem geta losnað úr læðingi við það að veita Jóni atkvæði sitt í þessum forsetakosningum verða seint útskýrðir til fulls en þeir munu koma til með að skipta máli fyrir þá stefnu sem við tökum sem þjóð. Við stöndum frammi fyrir því að samfélagið okkar er breytast mjög hratt og það kallar fram sterkar tilfinningar og skapar óróleika innra með okkur og út á við. Við þurfum forseta sem hefur tilfinningagreind og skilning á því hvað það er að gefa fólki pláss og raunverulega meðtaka það sem það er að segja. Við þurfum líka forseta sem talar tungumál sem fólk skilur, en segir ekki bara eitthvað í löngu máli sem hefur enga merkingu. Við þurfum forseta sem hefur barist fyrir tilveru sinni í þessu samfélagi, hefur verið barinn niður og risið aftur upp. Við þurfum forseta sem þykir þrátt fyrir það óendanlega vænt um þetta samfélag og fólkið sem hér býr. Við þurfum Jón og Jógu á Bessastaði. Heiða Kristín Helgadóttir
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun