Inngönguspáin Eygló Halldórsdóttir skrifar 31. maí 2024 09:01 Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána. Aðeins um forsendurnar: Spáin er unnin með 3 einstaklingum sem fengu 8,5, 9,5 og 10 á samræmdum prófum í stærðfræði þannig að tölfræðilega er hún nánast örugg, þó höfundur hafi bara náð 7 á landsprófi, löngu fyrir tíma einkunnabólgu og réttindasáttmála barna. Við erum hér að prufukeyra splunkunýtt spálíkan sem byggir á öllum öðrum smálíkönum og smáforritum („óhöppum“) sem smíðuð hafa verið án gervigreindar. Það er því orðið ljóst hvernig krossinn á kjörseðlinum verður saman settur. Okkar þrasgjarna þjóð hefur fundið réttu leiðina! Spáin: Mjög margt svokallað hægra fólk („valdaelítan sem á og ræður“) mun kjósa fyrrum formann þess stjórnmálaafls sem liggur lengst til vinstri á stjórnmálaásnum. Þar er komið strikið í krossinn sem hallar frá hægri til vinstri. Hins vegar ætlar fólkið á vinstri vængnum („undirmálsaumingjar sem lesa bækur og öfunda þá sem eiga peninga“) að kjósa forstjóra alþjóðlegs einkafyrirtækis sem var stofnað til að siðbæta hin fyrirtækin í einkageiranum. Seinna strikið í atkvæðiskrossinum hallar því frá vinstri til hægri. Úrvinnslan: Svo er bara lokaverkefnið að kvöldi kjördags að finna út hvort strikin 2 verða jafnlöng (eða fari út fyrir kassann) og þá hvort hlutkesti eigi að ráða úrslitum eða vítakeppni á Bessastaðatúni. Þar hafið þið það, fullkomið og rammíslenskt jafnvægi í inngönguspánni þvert á pólitískar línur! Smáa letrið:Það eina sem gæti kollvarpað þessari spá er að Vigdís, Ólafur Ragnar og Guðni Th. stígi fram nú á næstefsta degi og afhjúpi hvern þau ætla að kjósa. Höfundur er í kosningaham. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána. Aðeins um forsendurnar: Spáin er unnin með 3 einstaklingum sem fengu 8,5, 9,5 og 10 á samræmdum prófum í stærðfræði þannig að tölfræðilega er hún nánast örugg, þó höfundur hafi bara náð 7 á landsprófi, löngu fyrir tíma einkunnabólgu og réttindasáttmála barna. Við erum hér að prufukeyra splunkunýtt spálíkan sem byggir á öllum öðrum smálíkönum og smáforritum („óhöppum“) sem smíðuð hafa verið án gervigreindar. Það er því orðið ljóst hvernig krossinn á kjörseðlinum verður saman settur. Okkar þrasgjarna þjóð hefur fundið réttu leiðina! Spáin: Mjög margt svokallað hægra fólk („valdaelítan sem á og ræður“) mun kjósa fyrrum formann þess stjórnmálaafls sem liggur lengst til vinstri á stjórnmálaásnum. Þar er komið strikið í krossinn sem hallar frá hægri til vinstri. Hins vegar ætlar fólkið á vinstri vængnum („undirmálsaumingjar sem lesa bækur og öfunda þá sem eiga peninga“) að kjósa forstjóra alþjóðlegs einkafyrirtækis sem var stofnað til að siðbæta hin fyrirtækin í einkageiranum. Seinna strikið í atkvæðiskrossinum hallar því frá vinstri til hægri. Úrvinnslan: Svo er bara lokaverkefnið að kvöldi kjördags að finna út hvort strikin 2 verða jafnlöng (eða fari út fyrir kassann) og þá hvort hlutkesti eigi að ráða úrslitum eða vítakeppni á Bessastaðatúni. Þar hafið þið það, fullkomið og rammíslenskt jafnvægi í inngönguspánni þvert á pólitískar línur! Smáa letrið:Það eina sem gæti kollvarpað þessari spá er að Vigdís, Ólafur Ragnar og Guðni Th. stígi fram nú á næstefsta degi og afhjúpi hvern þau ætla að kjósa. Höfundur er í kosningaham.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar