Staðan í einvígi liðanna var 2-1 fyrir leik dagsins en vinna þurfti þrjá leiki til að tryggja sér sænska meistaratitilinn. Það gerði Sävehof með glæsibrag en liðið vann öruggan fimm marka sigur, lokatölur 32-27.
Tryggvi komst ekki á blað í leiknum en það skiptir ekki öllu þar sem titillinn er í hús. Óli Mittún, færeyskur landsliðsmaður, var allt í öllu í sóknarleik Sävehof og skoraði alls níu mörk í leiknum.