Bíða krufningar til að varpa ljósi á atburðarásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 20:56 Bolvíkingum er brugðið vegna málsins. Vísir/Arnar Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“ Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“
Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37