Hver á að vera minn forseti? Auður Aþena Einarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:00 Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar