Halla Hrund – með víðtæka þekkingu á áskorunum samtímans Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 28. maí 2024 10:46 Af öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands hefur Halla Hrund bestu menntunina, þekkinguna og reynsluna til að takast á við og vekja máls á áskorunum samtímans. Hvort sem um er að ræða alþjóðasamskipti eða málefni sem tengjast náttúruvernd, sjálfbærri nýtingu auðlinda, loftslagsvandanum, orkuskiptum eða forgangsröðun auðlinda og orku til almennings þá hefur Halla Hrund bestu undirstöðuna til að geta sinnt embættinu með sóma fyrir alla landsmenn. Þess vegna er Halla Hrund minn forsetaframbjóðandi. Mannkostir Höllu Hrundar Ummæli á miðlum landsins um mannkosti Höllu Hrundar eru öll afar jákvæð og skýr. Halla Hrund er fluggreind, vel innrætt, hlý, réttsýn, vel menntuð og hefur mikla reynslu. Fólk treystir henni. Hún hefur til að bera smitandi gleði, jákvæðni, einlægni og um leið auðmýkt. Hún er skörp og röggsöm, er staðföst og getur staðið á sínu eins og greinar hennar sem hún skrifaði sem Orkumálsstjóri sýna glöggt. Halla Hrund fær fólk til að vinna saman, kann að miðla málum, fá ólíkt fólk með sér og nær til allra. Þessir mikilvægu eiginleikar koma glögglega í ljós á nýrri greiningu Brandr – sem er vörumerkjastofa. Þar kemur í ljós að Halla Hrund þykir trúverðugust allraforsetaframbjóðenda. Samkvæmt svarendum er hún er einnig með skýrustu framtíðarsýnina, sá frambjóðandi sem flestir yrðu stoltir af og flestir yrðu sáttir við! Aðeins Jón Gnarr þykir skemmtilegri, en það er nú erfið samkeppni eins og allir vita. Umræðan um Höllu Hrund Í umræðum um Höllu Hrund er áberandi að bændur hrósa henni í hástert. Bændur á Síðu hvöttu hana í forsetaframboð – í sveitinni þar sem hún gekk í öll störf á sumrin fram yfir tvítugt og hún tekur enn þátt í leitum á haustin. Bændurnir þekkja kosti hennar og áhugann á sameiningarmættinum í samfélaginu. Og ekki er verra að hún kann að stýra fjöldasöng og spila undir á nikku. Einnig kemur fram í umræðu um Höllu Hrund að það þyki jákvætt hún hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum. Hún er talin hafa dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna forsetastarfinu vel. Hún er talin kunna þá list að stuðla að gagnkvæmum skilningi á milli fólks, vera réttsýn og koma fram við aðra af virðingu. Sameiningarmáttur Höllu Hrundar Að margra mati er Halla Hrund sá frambjóðandi sem þjóðin getur sameinast um og fundist vera sinn sanni forseti – líkt og könnun Brandr sýnir. Hún smýgur inn í þjóðarvitundina segja aðrir, hún komi eins og ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta. Og skoðanakannanir sýndu strax að fylgi Höllu Hrundar jókst í veldisvexti á einungis tveimur vikum. Nú er hún í efstu sætunum í skoðanakönnunum Prósents og Maskínu og á þjóðarpúlsi Gallup. Og fylgið er enn á mikilli hreyfingu. Halla Hrund er einmitt frambjóðandi sem þjóðin getur sameinast um. Í nýlegri skoðanakönnun Maskínu hefur Halla Hrund fengið nálægt 30% fylgi meðal stuðningsmanna allra flokka utan eins og í nýlegri skoðanakönnun Prósents er þetta fylgi yfir 30%. Í okkar litla landi þar sem er mikil pólitísk sundrung er mikilvægt að kjósa forseta sem allur pólitíski skalinn getur hugsað sér sem sameiningartákn þjóðarinnar. Verkefni Höllu Hrundar heima og heiman Halla Hrund hefur unnið að samvinnuverkefnum sem tengjast orku- og auðlindamálum hér heima og á alþjóðavísu. Hún var um tíma í forsvari fyrir Orkuskóla HR og hefur verið orkumálastjóri síðastliðin þrjú ár. Hún er einn hvatamanna verkefnisins Símalaus samvera til styrktar Barnaheill sem hófst fyrr á þessu ári. Af reynslu á erlendri grund má nefna að hún er meðstofnandi norðurslóðaframtaksins (e. Arctic Initiative) við hinn virta John F. Kennedy School of Government við Harvardháskóla og hún stofnaði Nýsköpunarstofu norðurslóða (e. Arctic Innovation Lab) til að hvetja til nýsköpunar í viðskiptum og samfélagslegri starfsemiá norðurslóðum. Halla Hrund kom að nýsköpunarverkefni á vegum OECD í Tógó í Afríku og hún er meðstofnandi verkefnisins Stelpur fyrir stelpur (e. Girls for Girls) sem er alþjóðlegt mentoraátak sem miðar að því að ungar konur öðlist hugrekki, framtíðarsýn og færni til að taka forystu á opinberum vettvangi. Þetta verkefni er virkt út um allan heim og Halla Hrund situr í stjórn verkefnisins og stýrir því í Evrópu. Hún kom einnig að stóru kynningarverkefni á íslenskri menningu þegar hún vann í Brüssel. Stuðningsmenn Höllu Hrundar Á lista yfir fleiri hundruð stuðningsmenn sem hafa skráð sig í sjálfboðavinnu fyrir forsetaefnið er fólk sem er til í hvaðeina – bakstur, hella uppá kaffi, þvo upp, grilla, bera fram veitingar, vakta kosningaskrifstofu, skrifa greinar, taka myndir, búa til myndbönd, greina umræðuna, leiðrétta málfar, skutla, hringja út, spila og syngja tónlist... Sjálfboðaliðar út um allt land báru út bæklinga á nær 100 000 heimili sl. helgi og settu einnig upp myndir og plaköt af Höllu Hrund í glugga, á svalir og á girðingar. Á kosningaskrifstofunni í Nóatúni er alltaf líf og fjör, og allir að vinna í sjálfboðavinnu frá morgni til kvölds. Og alltaf nóg með kaffinu (heimabakstur sjálfboðaliða) og allir velkomnir í Nóatún 17. Opið er frá 16-18 virka daga og frá 11-16 frídaga. Grasrótin er að rísa upp og það er sannarlega gaman að vera með í átakinu. Fundir Höllu Hrundar út um allt land hafa verið vel sóttir og fólk hefur látið vel af þeim. Í gönguferð á Úlfarsfell með Höllu Hrund komu yfir 100 manns. Einnig var fjölmennt í reiðtúr með hestamönnum höfuðborgarsvæðisins. Gleðistund kvenna með Höllu Hrund var haldin föstudaginn 17. maí á kosningaskrifstofunni í Nóatúni – og þangað komu á þriðja hundrað konur á öllum aldri til að hitta Höllu Hrund, ræða saman og njóta tónlistar og góðraveitinga. Nokkrir vaskir karlmenn voru mættir í stuðningsbol framboðsins til að bera fram veitingarnar. Daginn eftirvar haldin stórkostleg og vel sótt fjölskylduhátíð í Salnum í Kópavogi, flutt voru skemmtileg tónlistaratriði og pylsur grillaðar. Forsetinn Halla Hrund Sem persóna hefur Halla Hrund allt til að bera sem frábær forseti: fallega útgeislun, bjarma í augunum, hlýju, jákvæðni, hógværð, greind og atorkusemi. Hún er líka þjóðleg, hefur óflekkað mannorð og kemur vel fyrir. Fjölskyldan er Höllu Hrund mjög kær og maðurinn hennar, Kristján Freyr Kristjánsson, styður dyggilega við bakið á henni – sem og öll stórfjölskyldan. Halla Hrund býður sig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Hún ólst upp í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Halla Hrund ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vill hún halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit – fyrir framtíðina. Forseti þarf að hafa reynslu af því að búa á erlendri grund og hafa kynnt sér nýja hugsun og menningu, því heimskur er sá sem heima situr. Halla Hrund lærði stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og er með tvær meistaragráður í hagfræði og orkumálum sem og stjórnsýslufræði frá tveimur af bestu háskólum Bandaríkjanna (Tufts og Harvard). Hún hefur því góða yfirsýn yfir áskoranir nútíðar og framtíðar. Sem orkumálastjóri hefur Halla Hrund tekið málstað almennings, að hún muni sem forseti tala fyrir samvinnuverkefnum á sviði orku, tækni og sjálfbærni. Hún telur auðlindir Íslands vera stórkostleg verðmæti sem okkur beri skylda til að varðveita – hvort sem um er að ræða hreina orku, gjöful fiskimið eða stórbrotna náttúru, þá muni hún standa vörð um þessar undirstöður velsældar og hagsældar í landinu. Halla Hrund hefur þá sýn að auðlindir landsins nýtist ekki einungis þessari kynslóð, heldur einnig komandi kynslóðum. Og ef í harðbakkann slær, þegar bil verður á milli þings og þjóðar, telur hún að forseti eigi hafa kjark til að stíga inn og gefa þjóðinni rödd í þjóðaratkvæðagreiðslu. Halla Hrund kann að laða fólk að sér, hlusta, stofna til verkefna og koma þeim í höfn. Hún mun sem forseti verða landsmönnum öflugur liðsmaður um auðlindir í almannaeign og mun verða til sóma bæði heima og heiman. Hún hefur hvorki verið í valdabaráttu í stjórnmálunum og þar með framkvæmdavaldinu, né í einni sæng með auðvaldinu eða hagaðilum. Vegna alls þess sem er talið hér að ofan er Halla Hrund minn forseti. Ég trúi því að landsmenn beri gæfu til að kjósa Höllu Hrund á Bessastaði 1. júní 2024. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Af öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands hefur Halla Hrund bestu menntunina, þekkinguna og reynsluna til að takast á við og vekja máls á áskorunum samtímans. Hvort sem um er að ræða alþjóðasamskipti eða málefni sem tengjast náttúruvernd, sjálfbærri nýtingu auðlinda, loftslagsvandanum, orkuskiptum eða forgangsröðun auðlinda og orku til almennings þá hefur Halla Hrund bestu undirstöðuna til að geta sinnt embættinu með sóma fyrir alla landsmenn. Þess vegna er Halla Hrund minn forsetaframbjóðandi. Mannkostir Höllu Hrundar Ummæli á miðlum landsins um mannkosti Höllu Hrundar eru öll afar jákvæð og skýr. Halla Hrund er fluggreind, vel innrætt, hlý, réttsýn, vel menntuð og hefur mikla reynslu. Fólk treystir henni. Hún hefur til að bera smitandi gleði, jákvæðni, einlægni og um leið auðmýkt. Hún er skörp og röggsöm, er staðföst og getur staðið á sínu eins og greinar hennar sem hún skrifaði sem Orkumálsstjóri sýna glöggt. Halla Hrund fær fólk til að vinna saman, kann að miðla málum, fá ólíkt fólk með sér og nær til allra. Þessir mikilvægu eiginleikar koma glögglega í ljós á nýrri greiningu Brandr – sem er vörumerkjastofa. Þar kemur í ljós að Halla Hrund þykir trúverðugust allraforsetaframbjóðenda. Samkvæmt svarendum er hún er einnig með skýrustu framtíðarsýnina, sá frambjóðandi sem flestir yrðu stoltir af og flestir yrðu sáttir við! Aðeins Jón Gnarr þykir skemmtilegri, en það er nú erfið samkeppni eins og allir vita. Umræðan um Höllu Hrund Í umræðum um Höllu Hrund er áberandi að bændur hrósa henni í hástert. Bændur á Síðu hvöttu hana í forsetaframboð – í sveitinni þar sem hún gekk í öll störf á sumrin fram yfir tvítugt og hún tekur enn þátt í leitum á haustin. Bændurnir þekkja kosti hennar og áhugann á sameiningarmættinum í samfélaginu. Og ekki er verra að hún kann að stýra fjöldasöng og spila undir á nikku. Einnig kemur fram í umræðu um Höllu Hrund að það þyki jákvætt hún hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum. Hún er talin hafa dómgreind, heiðarleika og einurð til að sinna forsetastarfinu vel. Hún er talin kunna þá list að stuðla að gagnkvæmum skilningi á milli fólks, vera réttsýn og koma fram við aðra af virðingu. Sameiningarmáttur Höllu Hrundar Að margra mati er Halla Hrund sá frambjóðandi sem þjóðin getur sameinast um og fundist vera sinn sanni forseti – líkt og könnun Brandr sýnir. Hún smýgur inn í þjóðarvitundina segja aðrir, hún komi eins og ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta. Og skoðanakannanir sýndu strax að fylgi Höllu Hrundar jókst í veldisvexti á einungis tveimur vikum. Nú er hún í efstu sætunum í skoðanakönnunum Prósents og Maskínu og á þjóðarpúlsi Gallup. Og fylgið er enn á mikilli hreyfingu. Halla Hrund er einmitt frambjóðandi sem þjóðin getur sameinast um. Í nýlegri skoðanakönnun Maskínu hefur Halla Hrund fengið nálægt 30% fylgi meðal stuðningsmanna allra flokka utan eins og í nýlegri skoðanakönnun Prósents er þetta fylgi yfir 30%. Í okkar litla landi þar sem er mikil pólitísk sundrung er mikilvægt að kjósa forseta sem allur pólitíski skalinn getur hugsað sér sem sameiningartákn þjóðarinnar. Verkefni Höllu Hrundar heima og heiman Halla Hrund hefur unnið að samvinnuverkefnum sem tengjast orku- og auðlindamálum hér heima og á alþjóðavísu. Hún var um tíma í forsvari fyrir Orkuskóla HR og hefur verið orkumálastjóri síðastliðin þrjú ár. Hún er einn hvatamanna verkefnisins Símalaus samvera til styrktar Barnaheill sem hófst fyrr á þessu ári. Af reynslu á erlendri grund má nefna að hún er meðstofnandi norðurslóðaframtaksins (e. Arctic Initiative) við hinn virta John F. Kennedy School of Government við Harvardháskóla og hún stofnaði Nýsköpunarstofu norðurslóða (e. Arctic Innovation Lab) til að hvetja til nýsköpunar í viðskiptum og samfélagslegri starfsemiá norðurslóðum. Halla Hrund kom að nýsköpunarverkefni á vegum OECD í Tógó í Afríku og hún er meðstofnandi verkefnisins Stelpur fyrir stelpur (e. Girls for Girls) sem er alþjóðlegt mentoraátak sem miðar að því að ungar konur öðlist hugrekki, framtíðarsýn og færni til að taka forystu á opinberum vettvangi. Þetta verkefni er virkt út um allan heim og Halla Hrund situr í stjórn verkefnisins og stýrir því í Evrópu. Hún kom einnig að stóru kynningarverkefni á íslenskri menningu þegar hún vann í Brüssel. Stuðningsmenn Höllu Hrundar Á lista yfir fleiri hundruð stuðningsmenn sem hafa skráð sig í sjálfboðavinnu fyrir forsetaefnið er fólk sem er til í hvaðeina – bakstur, hella uppá kaffi, þvo upp, grilla, bera fram veitingar, vakta kosningaskrifstofu, skrifa greinar, taka myndir, búa til myndbönd, greina umræðuna, leiðrétta málfar, skutla, hringja út, spila og syngja tónlist... Sjálfboðaliðar út um allt land báru út bæklinga á nær 100 000 heimili sl. helgi og settu einnig upp myndir og plaköt af Höllu Hrund í glugga, á svalir og á girðingar. Á kosningaskrifstofunni í Nóatúni er alltaf líf og fjör, og allir að vinna í sjálfboðavinnu frá morgni til kvölds. Og alltaf nóg með kaffinu (heimabakstur sjálfboðaliða) og allir velkomnir í Nóatún 17. Opið er frá 16-18 virka daga og frá 11-16 frídaga. Grasrótin er að rísa upp og það er sannarlega gaman að vera með í átakinu. Fundir Höllu Hrundar út um allt land hafa verið vel sóttir og fólk hefur látið vel af þeim. Í gönguferð á Úlfarsfell með Höllu Hrund komu yfir 100 manns. Einnig var fjölmennt í reiðtúr með hestamönnum höfuðborgarsvæðisins. Gleðistund kvenna með Höllu Hrund var haldin föstudaginn 17. maí á kosningaskrifstofunni í Nóatúni – og þangað komu á þriðja hundrað konur á öllum aldri til að hitta Höllu Hrund, ræða saman og njóta tónlistar og góðraveitinga. Nokkrir vaskir karlmenn voru mættir í stuðningsbol framboðsins til að bera fram veitingarnar. Daginn eftirvar haldin stórkostleg og vel sótt fjölskylduhátíð í Salnum í Kópavogi, flutt voru skemmtileg tónlistaratriði og pylsur grillaðar. Forsetinn Halla Hrund Sem persóna hefur Halla Hrund allt til að bera sem frábær forseti: fallega útgeislun, bjarma í augunum, hlýju, jákvæðni, hógværð, greind og atorkusemi. Hún er líka þjóðleg, hefur óflekkað mannorð og kemur vel fyrir. Fjölskyldan er Höllu Hrund mjög kær og maðurinn hennar, Kristján Freyr Kristjánsson, styður dyggilega við bakið á henni – sem og öll stórfjölskyldan. Halla Hrund býður sig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Hún ólst upp í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Halla Hrund ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vill hún halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit – fyrir framtíðina. Forseti þarf að hafa reynslu af því að búa á erlendri grund og hafa kynnt sér nýja hugsun og menningu, því heimskur er sá sem heima situr. Halla Hrund lærði stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og er með tvær meistaragráður í hagfræði og orkumálum sem og stjórnsýslufræði frá tveimur af bestu háskólum Bandaríkjanna (Tufts og Harvard). Hún hefur því góða yfirsýn yfir áskoranir nútíðar og framtíðar. Sem orkumálastjóri hefur Halla Hrund tekið málstað almennings, að hún muni sem forseti tala fyrir samvinnuverkefnum á sviði orku, tækni og sjálfbærni. Hún telur auðlindir Íslands vera stórkostleg verðmæti sem okkur beri skylda til að varðveita – hvort sem um er að ræða hreina orku, gjöful fiskimið eða stórbrotna náttúru, þá muni hún standa vörð um þessar undirstöður velsældar og hagsældar í landinu. Halla Hrund hefur þá sýn að auðlindir landsins nýtist ekki einungis þessari kynslóð, heldur einnig komandi kynslóðum. Og ef í harðbakkann slær, þegar bil verður á milli þings og þjóðar, telur hún að forseti eigi hafa kjark til að stíga inn og gefa þjóðinni rödd í þjóðaratkvæðagreiðslu. Halla Hrund kann að laða fólk að sér, hlusta, stofna til verkefna og koma þeim í höfn. Hún mun sem forseti verða landsmönnum öflugur liðsmaður um auðlindir í almannaeign og mun verða til sóma bæði heima og heiman. Hún hefur hvorki verið í valdabaráttu í stjórnmálunum og þar með framkvæmdavaldinu, né í einni sæng með auðvaldinu eða hagaðilum. Vegna alls þess sem er talið hér að ofan er Halla Hrund minn forseti. Ég trúi því að landsmenn beri gæfu til að kjósa Höllu Hrund á Bessastaði 1. júní 2024. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur til embættis forseta Íslands.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar