Kjósum Baldur fyrir unga fólkið Brynja Kristín Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2024 08:46 Fyrir ári missti ég son minn í sjálfsvígi, hann var 17 ára gamall. Hann var skemmtilegur, opinn og snerti mörg hjörtu með sínu frjálslega fasi en glímdi við ákveðnar áskoranir. Mörg voru hjálpleg, gripu hann á hinum ýmsu stöðum og gerðu meira en þau þurftu. Þrátt fyrir það var skrefið úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla mjög stórt. Mörg ungmenni týnast þegar á framhaldsskólastigið er komið. Framboð íþrótta og tómstunda er minna en þegar þau voru yngri og það er ekki sjálfsagt að þau fái sumarvinnu. Það getur leitt af sér að þau einangrast og vanlíðan eykst. Kerfið er þungt og þegar þau nálgast 18 ára sjálfræðisaldurinn þá eru sum engan veginn tilbúin til að vera flokkuð með fullorðnum og þurfa að leita eftir og nýta þá þjónustu sem fullorðnum ber að nota. Það er mér fátt ofar í huga en velferð og líðan ungmenna og þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í komandi forsetakosningum. Hann er með skýra sýn á hvernig hann mun nýta forsetaembættið í þágu ungs fólks og líðan þeirra verði hann kosinn. Það er staðreynd að mörgum börnum og ungmennum líður ekki vel. Það er sárt að sjá að mörg glíma við geðraskanir, vanlíðan eða verða útundan á einhvern hátt. Þegar þannig er fá þau ekki tækifæri til að njóta sín heldur verða ein og einangruð. Ég tel að liður í því að koma þessum hópi til hjálpar sé að leiða marga sem koma að málefnum barna og ungmenna saman. Skólar, framhaldsskólar, ríki, sveitafélög, íþrótta- og tómstundafélög, heilbrigðiskerfið, sálfræðingar og fleiri þurfa að taka höndum saman og gera miklu meira fyrir þennan hóp en hefur verið gert. Ég hef þekkt til Baldurs frá því ég var unglingur og ég veit að hann er maður verka og sátta. Þar má nefna að hann fór fyrir samtökunum´78 til að leita sátta við kirkjuna en þar á milli hafði verið gjá svo áratugum skipti. Hann hefur sjálfur staðið í mannréttindabaráttu í yfir 30 ár og ætlar sér að standa með þeim sem hallað er á í samfélaginu. Ég treysti Baldri fyrir þessu mikilvæga verkefni og veit að hann með Felix sér við hlið mun lyfta upp umræðunni um líðan barna og unglinga. Þeir þora að tala um það sem margir bara hugsa og munu ná árangri í því mikilvæga verkefni sem líðan barna og ungmenna er. Kjósum Baldur fyrir unga fólkið! Höfundur er innilegur stuðningsaðili Baldur Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Fyrir ári missti ég son minn í sjálfsvígi, hann var 17 ára gamall. Hann var skemmtilegur, opinn og snerti mörg hjörtu með sínu frjálslega fasi en glímdi við ákveðnar áskoranir. Mörg voru hjálpleg, gripu hann á hinum ýmsu stöðum og gerðu meira en þau þurftu. Þrátt fyrir það var skrefið úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla mjög stórt. Mörg ungmenni týnast þegar á framhaldsskólastigið er komið. Framboð íþrótta og tómstunda er minna en þegar þau voru yngri og það er ekki sjálfsagt að þau fái sumarvinnu. Það getur leitt af sér að þau einangrast og vanlíðan eykst. Kerfið er þungt og þegar þau nálgast 18 ára sjálfræðisaldurinn þá eru sum engan veginn tilbúin til að vera flokkuð með fullorðnum og þurfa að leita eftir og nýta þá þjónustu sem fullorðnum ber að nota. Það er mér fátt ofar í huga en velferð og líðan ungmenna og þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í komandi forsetakosningum. Hann er með skýra sýn á hvernig hann mun nýta forsetaembættið í þágu ungs fólks og líðan þeirra verði hann kosinn. Það er staðreynd að mörgum börnum og ungmennum líður ekki vel. Það er sárt að sjá að mörg glíma við geðraskanir, vanlíðan eða verða útundan á einhvern hátt. Þegar þannig er fá þau ekki tækifæri til að njóta sín heldur verða ein og einangruð. Ég tel að liður í því að koma þessum hópi til hjálpar sé að leiða marga sem koma að málefnum barna og ungmenna saman. Skólar, framhaldsskólar, ríki, sveitafélög, íþrótta- og tómstundafélög, heilbrigðiskerfið, sálfræðingar og fleiri þurfa að taka höndum saman og gera miklu meira fyrir þennan hóp en hefur verið gert. Ég hef þekkt til Baldurs frá því ég var unglingur og ég veit að hann er maður verka og sátta. Þar má nefna að hann fór fyrir samtökunum´78 til að leita sátta við kirkjuna en þar á milli hafði verið gjá svo áratugum skipti. Hann hefur sjálfur staðið í mannréttindabaráttu í yfir 30 ár og ætlar sér að standa með þeim sem hallað er á í samfélaginu. Ég treysti Baldri fyrir þessu mikilvæga verkefni og veit að hann með Felix sér við hlið mun lyfta upp umræðunni um líðan barna og unglinga. Þeir þora að tala um það sem margir bara hugsa og munu ná árangri í því mikilvæga verkefni sem líðan barna og ungmenna er. Kjósum Baldur fyrir unga fólkið! Höfundur er innilegur stuðningsaðili Baldur Þórhallssonar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar