Að sitja vel í sjálfri sér Kolbrún Sverrisdóttir skrifar 27. maí 2024 16:15 Ekki er ofsögum sagt að spenna sé farin að færast í baráttuna um forsetaembættið. Fjöldi frambjóðenda, sem öll eru vel frambærilegt fólk, gefur kost á sér og vilja líklega öll gera þjóð sinni gagn. Ég hef frá fyrsta degi kosningabaráttunnar fylgst vel með umræðunni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og verð að segja að hún er oft á tíðum mjög ómálefnaleg og full af óskiljanlegu hatri og neikvæðum tilfinningum í garð fólks sem við þekkjum lítið og sum ekkert. Mér finnst litlu máli skipta hvort fólk sem býður sig fram hefur verið í opinberum störfum, sé samkynhneigt, kunni að galdra eða spila á harmonikku eða geti verið með uppistand. Mestu máli skiptir að forsetinn, sem við sem þjóð kjósum okkur, sé hjartahlý og góð manneskja sem talar vel til fólks, talar vel um fólk og heldur utan um þjóðina sem sameiningartákn – í blíðu og stríðu. Ég minnist þess, enda komin vel yfir miðjan aldur, að þegar ég var að alast upp bar fólk mikla virðingu fyrir forsetanum. Hann átti að vera hafinn upp fyrir það að vera dreginn saman í háði og spotti, nokkuð sem tókst vel í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar en hefur líkt og svo margt annað breyst með tímanum. Það var til dæmis sannarlega erfitt fyrir suma að horfa á Spaugstofuna eftirminnilegu þegar staðgengill Ólafs Ragnars átti þar innkomu. Núna er öldin önnur. Fólk ryðst fram á samfélagsmiðlum með gífuryrðum og allskonar fullyrðingum sem eiga oft ekki við rök að styðjast, hvort sem það er í garð forsetans eða frambjóðenda og deilir sem víðast. Ófrægingarherferðinni núna virðist helst beint að þeim Katrínu og Baldri, og þar virðist að mínu mati ekkert vera heilagt. Ef maður reynir af vanmætti að taka upp hanskann í umræðunni og benda fólki á að þetta sé líklega ekki alveg svona, þá er svarað af sömu heift: Þú ert í elítunni, skilur ekki kjör öryrkja, innmúraður sjálfstæðismaður! Og trúið mér þetta voru kannski skástu ummælin, hin eru tæpast til birtingar. Ég hef fyrir löngu ákveðið hvern ég mun kjósa í þessum kosningum og læt ekkert breyta því. Valið var síður en svo erfitt. Katrín Jakobsdóttir ber af í þessum glæsilega hóp. Hún hefur að mínu mati allt það til brunns að bera sem góður forseti þarf að hafa. Hún er mörgum góðum gáfum gædd, hún er heiðarleg og hugrökk, hefur ótrúlega leiðtogahæfileika og kemur vel fyrir í ræðu og riti, hvort heldur sem er á alþjóðavettvangi eða hér heima. En hún er líka mannleg og hefur örugglegagert mistök á lífsleiðinni eins og við öll. Og það er einmitt mistökin sem láta okkur læra á lífið og að gera betur. Þegar ég horfi á þessa ungu konu þá fyllist ég stolti og hef gert allt frá því að ég tók eftir henni fyrst þegar ég sá mynd af henni með bræður sína til sitthvorrar handar, hlaðnir verðlaunum sem systir þeirra fékk við útskrift úr skóla. En það eru ekki öll þessi verðlaun sem ég met þó að verðleikum heldur hitt að Katrín er heilsteypt, hún er alltaf samkvæm sjálfri sér og kemur heiðarlega fram. Hún situr vel í sjálfri sér og þarf ekkert að þykjast vera einhver önnur en hún er. Þannig fólk líkar mér vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er verkakonuöryrki frá Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt að spenna sé farin að færast í baráttuna um forsetaembættið. Fjöldi frambjóðenda, sem öll eru vel frambærilegt fólk, gefur kost á sér og vilja líklega öll gera þjóð sinni gagn. Ég hef frá fyrsta degi kosningabaráttunnar fylgst vel með umræðunni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og verð að segja að hún er oft á tíðum mjög ómálefnaleg og full af óskiljanlegu hatri og neikvæðum tilfinningum í garð fólks sem við þekkjum lítið og sum ekkert. Mér finnst litlu máli skipta hvort fólk sem býður sig fram hefur verið í opinberum störfum, sé samkynhneigt, kunni að galdra eða spila á harmonikku eða geti verið með uppistand. Mestu máli skiptir að forsetinn, sem við sem þjóð kjósum okkur, sé hjartahlý og góð manneskja sem talar vel til fólks, talar vel um fólk og heldur utan um þjóðina sem sameiningartákn – í blíðu og stríðu. Ég minnist þess, enda komin vel yfir miðjan aldur, að þegar ég var að alast upp bar fólk mikla virðingu fyrir forsetanum. Hann átti að vera hafinn upp fyrir það að vera dreginn saman í háði og spotti, nokkuð sem tókst vel í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar en hefur líkt og svo margt annað breyst með tímanum. Það var til dæmis sannarlega erfitt fyrir suma að horfa á Spaugstofuna eftirminnilegu þegar staðgengill Ólafs Ragnars átti þar innkomu. Núna er öldin önnur. Fólk ryðst fram á samfélagsmiðlum með gífuryrðum og allskonar fullyrðingum sem eiga oft ekki við rök að styðjast, hvort sem það er í garð forsetans eða frambjóðenda og deilir sem víðast. Ófrægingarherferðinni núna virðist helst beint að þeim Katrínu og Baldri, og þar virðist að mínu mati ekkert vera heilagt. Ef maður reynir af vanmætti að taka upp hanskann í umræðunni og benda fólki á að þetta sé líklega ekki alveg svona, þá er svarað af sömu heift: Þú ert í elítunni, skilur ekki kjör öryrkja, innmúraður sjálfstæðismaður! Og trúið mér þetta voru kannski skástu ummælin, hin eru tæpast til birtingar. Ég hef fyrir löngu ákveðið hvern ég mun kjósa í þessum kosningum og læt ekkert breyta því. Valið var síður en svo erfitt. Katrín Jakobsdóttir ber af í þessum glæsilega hóp. Hún hefur að mínu mati allt það til brunns að bera sem góður forseti þarf að hafa. Hún er mörgum góðum gáfum gædd, hún er heiðarleg og hugrökk, hefur ótrúlega leiðtogahæfileika og kemur vel fyrir í ræðu og riti, hvort heldur sem er á alþjóðavettvangi eða hér heima. En hún er líka mannleg og hefur örugglegagert mistök á lífsleiðinni eins og við öll. Og það er einmitt mistökin sem láta okkur læra á lífið og að gera betur. Þegar ég horfi á þessa ungu konu þá fyllist ég stolti og hef gert allt frá því að ég tók eftir henni fyrst þegar ég sá mynd af henni með bræður sína til sitthvorrar handar, hlaðnir verðlaunum sem systir þeirra fékk við útskrift úr skóla. En það eru ekki öll þessi verðlaun sem ég met þó að verðleikum heldur hitt að Katrín er heilsteypt, hún er alltaf samkvæm sjálfri sér og kemur heiðarlega fram. Hún situr vel í sjálfri sér og þarf ekkert að þykjast vera einhver önnur en hún er. Þannig fólk líkar mér vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er verkakonuöryrki frá Ísafirði.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar