Ég kýs Katrínu! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. maí 2024 15:31 Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar