„Ég elska að við töpum ekki hér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 26. maí 2024 22:06 Derick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld. Stigahæstur með 32 stig og skoraði sigurkörfuna í lokin Vísir/Anton Brink Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok. Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira